Átti að fá tekjur af heitum pottum eftir að hafa leikið í auglýsingu en sá manninn aldrei aftur Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Viðar Örn gat brosað af sögunni í gær. vísir/s2s Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira