Zlatan Ibrahimovic var valinn knattspyrnumaður ársins í Svíþjóð í fimmta sinn á ferlinum en þetta var tilkynnt í gær. Enginn hefur oftar hlotið þennan titil.
Ibrahimovic var einnig valinn árin 2005, 2007, 2008 og 2009 en hann er nú á mála hjá AC Milan á Ítalíu og skoraði sigurmarkið í grannaslagnum gegn Inter um helgina.
Sami Hyypiä var valinn knattspyrnumaður ársins í Finnlandi og það í níunda sinn á ferlinum. Þar með jafnaði hann met Jari Litmanen.
Hyypiä leikur með Bayer Leverkusen í Þýskalandi en lék lengi með Liverpool á Englandi.
Dennis Rommedahl, leikmaður Olympiakos í Grikklandi, var valinn knattspyrnumaður ársins í Danmörku í annað sinn á ferlinum. Hann hlaut flest atkvæði, 41 prósent, í kjöri sem almenningur tók þátt í.
Í Noregi var Brede Hangeland, leikmaður Fulham, valinn leikmaður ársins annað árið í röð. Hann tók við sínum verðlaunum í hálfleik bikarúrslitaleiks Fredrikstad og Follo um helgina.
Norðurlöndin velja knattspyrnumenn ársins
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn