Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2020 14:49 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að byggja verði fjölbreyttara atvinnulíf á svæðinu. Vísir/EinarÁ Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira