Innlent

Boðað til fundar í Eflingarverkalli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baráttufundur hjá félagsmönnum Eflingar í Kópavogi.
Baráttufundur hjá félagsmönnum Eflingar í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn.

Verkfall nærri þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ og fleiri sveitarfélögum hófst á hádegi á mánudag. Verkfallið hefur áhrif á fjóra grunnskóla og fjóra leikskóla í Kópavogi en vegna verkfallsins eru nær engin þrif í þessum skólum.

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna. Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu.

Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall á mánudag starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.