Veitti sprautunálaræningjanum eftirför eftir ránið 21. mars 2008 17:05 Ungur Íslendingur sem staddur er hér á landi í páskafríi varð vitni að sprautunálarráninu á Select stöðinni í morgun. Hann veitti ræningjanum eftirför og gaf síðan lögreglu skýrslu. Hann segir að ræninginn hafi verið einn á ferð. „Það stendur þarna náungi inni á bensínstöðinni frekar dópistalegur," segir maðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, í samtali við Vísi. „Ég var búinn að taka eftir honum vera að væflast þarna inni í smástund. Síðan gengur hann aftur fyrir kassann og umlar eitthvað sem ég heyrði ekki við afgreiðslufólkið." Hann segir manninn hafa verið með íþróttatösku sem hann hafi stungið peningunum ofan í. Síðan hlóp hann út. „Þegar ég áttaði mig á hvað hafði gerst bað ég strák sem var þarna með GSM síma að hringja á lögregluna. Síðan kippti ég í annan strák sem var þarna og bað hann um að koma með mér." Þeir fóru síðan í humátt á eftir manninum og sáu hann fara í átt að blokk við Æsufell. „Hann hvarf fyrir horn og þegar ég kom fyrir hornið var hann horfinn. En útihurðinn á einum stigaganginum var opin og ég held að hann hljóti að hafa farið þangað," segir maðurinn sem að þessu loknu fór og gaf lögreglu skýrslu. „Ég sagði þeim hvernig þetta hafði gerst og lýsti náunganum fyrir þeim, en ég sá bara þennan eina mann og held að þeir hafi ekki verið fleiri," segir hann en þrír eru nú í haldi vegna málsins. „Þetta var smá ævintýri," segir hann en hann er staddur hér á landi í heimsókn en hann býr í Kaupmannahöfn. „Maður þarf greinilega að koma til Reykjavíkur til að lenda í svona, þetta gerist ekki í Köben að minnsta kosti." Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Ungur Íslendingur sem staddur er hér á landi í páskafríi varð vitni að sprautunálarráninu á Select stöðinni í morgun. Hann veitti ræningjanum eftirför og gaf síðan lögreglu skýrslu. Hann segir að ræninginn hafi verið einn á ferð. „Það stendur þarna náungi inni á bensínstöðinni frekar dópistalegur," segir maðurinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, í samtali við Vísi. „Ég var búinn að taka eftir honum vera að væflast þarna inni í smástund. Síðan gengur hann aftur fyrir kassann og umlar eitthvað sem ég heyrði ekki við afgreiðslufólkið." Hann segir manninn hafa verið með íþróttatösku sem hann hafi stungið peningunum ofan í. Síðan hlóp hann út. „Þegar ég áttaði mig á hvað hafði gerst bað ég strák sem var þarna með GSM síma að hringja á lögregluna. Síðan kippti ég í annan strák sem var þarna og bað hann um að koma með mér." Þeir fóru síðan í humátt á eftir manninum og sáu hann fara í átt að blokk við Æsufell. „Hann hvarf fyrir horn og þegar ég kom fyrir hornið var hann horfinn. En útihurðinn á einum stigaganginum var opin og ég held að hann hljóti að hafa farið þangað," segir maðurinn sem að þessu loknu fór og gaf lögreglu skýrslu. „Ég sagði þeim hvernig þetta hafði gerst og lýsti náunganum fyrir þeim, en ég sá bara þennan eina mann og held að þeir hafi ekki verið fleiri," segir hann en þrír eru nú í haldi vegna málsins. „Þetta var smá ævintýri," segir hann en hann er staddur hér á landi í heimsókn en hann býr í Kaupmannahöfn. „Maður þarf greinilega að koma til Reykjavíkur til að lenda í svona, þetta gerist ekki í Köben að minnsta kosti."
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira