Innlent

Sprautunálarán óupplýst

Leifasjoppa við Iðufell.
Leifasjoppa við Iðufell. Mynd/ Lillý.

Sprautunálaræninginn gengur enn laus, en rannsókn stendur enn yfir á tveimur keimlíkum ránum, sem framin voru í söluturnum í Fellahverfi í gær og í fyrrakvöld.

Skýrslur hafa verið teknar af vitnum og tveir hafa verið yfirheyrðir en að sögn lögreglunnar reyndust þeir ekki vera réttu mennirnir. Að sögn lögreglunnar liggur ekki fyrir hvort um sama mann er að ræða í báðum ránunum.

Í fyrra tilfellinum ruddist maður inn í söluturn í Eddufelli, ógnaði starfsfólki með sprautunál og hafði á brott með sér fjármuni. Í seinna tilfellinu ruddist maður inn í Leifasjoppu í Iðufelli og hafði einnig með sér fjármuni þaðan. Sautján ára pilt sem var að störfum í söluturninum sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×