Innlent

Farið fram á gæsluvarðhald yfir sprautunálaræningjum

Mennirnir þrír sem handteknir voru fyrr í dag í Breiðholti eru nú formlega grunaðir um að hafa framið ránið á Select stöðinni í morgun. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim en verið er að kanna hvort þeir eigi aðild að öðru ráni og tveimur ránstilraunum í Breiðholti.

„Mennirnir eru nú í yfirheyrslu hjá lögreglu en hún mun fara fram á að þeir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Verið er að kanna hvort hinir grunuðu eigi aðild að öðru ráni og tveimur ránstilraunum, einnig í Breiðholti. Í öllum tilvikunum var beitt sömu aðferð, þ.e. starfsfólki var ógnað með sprautunál," segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Mennirnir eru á tvítugs-, þrítugs- og fertugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×