Erlent

Musharraf á spítala

Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti og herforingi í Pakistan.
Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti og herforingi í Pakistan. Mynd/AP
Pervez Musharraf, fyrrverandi leiðtogi Pakistana var fluttur í flýti á sjúkrahús í morgun þegar hann var á leið í réttarsal. Musharraf, sem er sjötugur, hefur verið ákærður fyrir landráð en svo virðist sem hann hafi fengið fyrir hjartað.

Þetta er í þriðja sinn sem hann mætir ekki fyrir réttinn en landráðaákæran kemur til af ákvörðun hans árið 2007 að afnema stjórnarskrá Pakistan og innleiða herlög í landinu.

Musharraf hefur neitað ásökununum og segir að málið sé rekið á pólitískum forsendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×