Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. ágúst 2014 14:18 Reynir Traustason, ritstjóri DV Vísir/Stefán „Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“ Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
„Það er verið að ógna frjálsri blaðamennsku,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV um breytingar á eignarhaldi dagblaðsins. Hann telur að stjórnarformaður DV hafi brotið lög þegar hann notaði eignarhlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. Starfsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins sem þeir telja tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku. Áhyggjur starfsmanna DV spretta fram vegna sölu Lilju Skaftadóttur á um 13% hlut sínum í félaginu skömmu fyrir verslunarmannahelgi. Farið var framhjá forkaupsrétti starfsmanna DV á hlut Lilju. Reynir Traustason, deilir áhyggjum starfsmanna blaðsins. „Við hvorki í eigendahópnum né ritstjórninni vitum hvaða öfl eru komin til sögunnar. Það er mjög merkilegt hvernig þetta gengur fyrir sig því það var engum boðið að ganga inn í þessi kaup og þetta gerðist í myrkri,“ segir Reynir.Þorsteinn Guðnason var settur af sem stjórnarformaður DV á síðasta fundi stjórnar. Í yfirlýsingu frá honum í gær segir að allt tal um fjandsamlega yfirtöku sé úr lausu lofti gripið. Ekki standi neitt annað til en efla starfsemi DV. Reynir segir að Þorsteinn hafi gerst brotlegur við lög þegar hann notaði hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is til að greiða fyrir kaup á hlut í DV. „Við, aðrir stjórnarmenn, töldum ástæðu til að fá álit á því hvað þarna væri að gerast. Þá kemur í ljós að þarna eru að mati virtra lögmanna lögbrot sem hafa átt sér stað. Þessir fjórir stjórnarmenn samþykktu í kjölfarið að setja stjórnarformanninn af og ákváðu að þeir gætu ekki verið aðilar í þessu máli,“ segir Reynir.Hefur staðist þrýstingRitstjórinn segir að átök um eignarhald hafi ekki haft áhrif á ritstjórn blaðsins. „Ég hef litið á það sem hlutverk mitt að passa upp á það að enginn sé truflaður af einhverjum annalegum sjónarmiðum og ég held að menn geti tekið undir það að þannig hafi það verið. Ég get sagt eins og Stefán Eiríksson að ég hef staðist þrýsting,“ segir Reynir. Hann kveðst vera að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem hann man eftir í blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu.“
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Þorsteinn Guðnason segir að starfsmönnum DV hafi verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald félagsins. 15. ágúst 2014 16:26