Erlent

Mars-landnemar valdir í raunveruleikaþætti

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ekki er fyrirhugað að Mars One-landnemarnir snúi aftur til jarðar.
Ekki er fyrirhugað að Mars One-landnemarnir snúi aftur til jarðar. mynd/mars one
Samtökin Mars One, sem hyggjast senda fjörutíu landnema til Mars árið 2025, munu setja af stað raunveruleikaþátt til þess að velja heppilegustu landnemana.

Alls sóttu rúmlega 200 þúsund manns um og af þeim komust 1.058 umsækjendur í næstu „umferð“. Sumir fengu neitun vegna þess að þeir voru naktir í myndbandi sem fylgdi hverri umsókn og töldu samtökin þá umsækjendur ekki taka leiðangurinn alvarlega.

Þeir 1.508 umsækjendur sem standa eftir eru frá 107 löndum, flestir frá Bandaríkjunum eða 297. Elsti umsækjandinn er 81 árs gömul kona frá Bandaríkjunum en 45 prósent þeirra sem eftir standa eru konur.

Enginn Íslendingur er meðal hinna 1.508 umsækjenda en í hópnum má meðal annars finna átta Dani og tíu Norðmenn.

Raunveruleikaþátturinn er sagður hefja göngu sína á næsta ári Mars One-samtökin eru í viðræðum við sjónvarpsstöðvar um sýningarrétt þáttanna.

Ekki er fyrirhugað að Mars One-landnemarnir snúi aftur til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×