Byrjaður að borga til baka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2017 06:00 Það er ekki hægt að segja að Leroy Sané hafi farið af stað með neinum látum hjá Manchester City. Sané kom meiddur til félagsins og byrjaði ekki deildarleik fyrr en 15. október. Þjóðverjinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir City í 2-1 sigri á Arsenal 18. desember en það var eina mark hans fyrir félagið á árinu 2016. En með nýju ári koma ný tækifæri og Sané hefur verið fastamaður í liði City eftir áramót. Strákurinn hefur byrjað 10 af síðustu 11 leikjum City í öllum keppnum en í þessum leikjum hefur hann skorað fimm mörk og lagt upp tvö. Hann er m.ö.o. farinn að sýna af hverju City borgaði 42,5 milljónir punda fyrir hann.Foreldrarnir mikið afreksfólk Sané kemur úr sannkallaðri íþróttafjölskyldu. Faðir hans, Souleyman Sané, var liðtækur fótboltamaður á sínum tíma. Sané eldri fæddist í Senegal en fluttist til Frakklands þegar hann var fjögurra ára gamall. Leiðir hans lágu svo til Þýskalands vegna herþjónustu og þar spilaði hann lengst af. Sané eldri var eldfljótur framherji sem var sagður geta hlaupið 100 metrana á 10,7 sekúndum. Hann skoraði 51 mark í 174 leikjum í efstu deild í Þýskalandi. Sané eldri spilaði líka í austurrísku úrvalsdeildinni og varð markakóngur hennar tímabilið 1994-95, þegar hann lék með Tirol Innsbruck. Sané eldri spilaði einnig yfir 50 landsleiki fyrir Senegal og skírði næstelsta son sinn eftir fyrrum landsliðsþjálfara Senegals, Claude Le Roy. Móðir Leroys, Regina Weber, var ein fremsta fimleikakona heims á sínum tíma. Ólympíuleikarnir í Los Angeles 1984 voru hápunkturinn á ferli Webers en þar vann hún til bronsverðlauna í fjölþraut. Weber vann nánast allt sem hægt var að vinna í Vestur-Þýskalandi áður en hún dró sig í hlé 1987. „Ég fékk hraðann frá pabba og jafnvægið frá mömmu,“ sagði Sané nýlega í samtali við Daily Mail. Bræður hans fetuðu einnig í fótspor föður þeirra. Sá elsti, Kim, spilar fyrir Wattenscheid í fjórðu efstu deild í Þýskalandi og hinn 13 ára gamli Sidi er í unglingaakademíu Schalke og þykir mikið efni.Áhugi Guardiola gerði útslagið Sané lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Schalke í apríl 2014. Hann fékk fleiri tækifæri tímabilið 2014-15 en það var í fyrra sem hann sló í gegn. Sané skoraði þá átta mörk og gaf sex stoðsendingar í 33 deildarleikjum og spilaði sína fyrstu landsleiki. Frammistaða hans vakti athygli stórliða í Evrópu en á endanum var það City sem krækti í strákinn. Áhugi Peps Guardiola, knattspyrnustjóra City, gerði útslagið en hann var byrjaður að ræða við Sané áður en tímabilinu í Þýskalandi lauk. Eftir erfiðar vikur í kringum áramótin hefur City náð vopnum sínum á nýjan leik. Guardiola hefur fundið réttu blönduna í sóknarleiknum með Raheem Sterling á hægri kantinum og Sané á þeim vinstri. Þessir eldfljótu og leiknu kantmenn ná ekki bara vel saman inni á vellinum, heldur einnig utan hans.Kantmennirnir ná vel saman „Hann hefur alltaf talað við mig og hjálpað mér mikið. Við erum á svipuðum aldri og höfum svipuð áhugamál. Hann reyndi strax að kynnast mér og hefur alltaf hjálpað mér á æfingum. Eftir leiki segir hann mér að trúa alltaf á sjálfan mig,“ sagði Sané um Sterling sem hefur spilað vel í vetur. Það er ólíklegt að City verði enskur meistari úr þessu enda forysta toppliðs Chelsea 10 stig. En framtíðin lítur vel út á Etihad, ekki síst vegna Sané og Sterling og framfaranna sem þeir hafa sýnt í vetur. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
Það er ekki hægt að segja að Leroy Sané hafi farið af stað með neinum látum hjá Manchester City. Sané kom meiddur til félagsins og byrjaði ekki deildarleik fyrr en 15. október. Þjóðverjinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir City í 2-1 sigri á Arsenal 18. desember en það var eina mark hans fyrir félagið á árinu 2016. En með nýju ári koma ný tækifæri og Sané hefur verið fastamaður í liði City eftir áramót. Strákurinn hefur byrjað 10 af síðustu 11 leikjum City í öllum keppnum en í þessum leikjum hefur hann skorað fimm mörk og lagt upp tvö. Hann er m.ö.o. farinn að sýna af hverju City borgaði 42,5 milljónir punda fyrir hann.Foreldrarnir mikið afreksfólk Sané kemur úr sannkallaðri íþróttafjölskyldu. Faðir hans, Souleyman Sané, var liðtækur fótboltamaður á sínum tíma. Sané eldri fæddist í Senegal en fluttist til Frakklands þegar hann var fjögurra ára gamall. Leiðir hans lágu svo til Þýskalands vegna herþjónustu og þar spilaði hann lengst af. Sané eldri var eldfljótur framherji sem var sagður geta hlaupið 100 metrana á 10,7 sekúndum. Hann skoraði 51 mark í 174 leikjum í efstu deild í Þýskalandi. Sané eldri spilaði líka í austurrísku úrvalsdeildinni og varð markakóngur hennar tímabilið 1994-95, þegar hann lék með Tirol Innsbruck. Sané eldri spilaði einnig yfir 50 landsleiki fyrir Senegal og skírði næstelsta son sinn eftir fyrrum landsliðsþjálfara Senegals, Claude Le Roy. Móðir Leroys, Regina Weber, var ein fremsta fimleikakona heims á sínum tíma. Ólympíuleikarnir í Los Angeles 1984 voru hápunkturinn á ferli Webers en þar vann hún til bronsverðlauna í fjölþraut. Weber vann nánast allt sem hægt var að vinna í Vestur-Þýskalandi áður en hún dró sig í hlé 1987. „Ég fékk hraðann frá pabba og jafnvægið frá mömmu,“ sagði Sané nýlega í samtali við Daily Mail. Bræður hans fetuðu einnig í fótspor föður þeirra. Sá elsti, Kim, spilar fyrir Wattenscheid í fjórðu efstu deild í Þýskalandi og hinn 13 ára gamli Sidi er í unglingaakademíu Schalke og þykir mikið efni.Áhugi Guardiola gerði útslagið Sané lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Schalke í apríl 2014. Hann fékk fleiri tækifæri tímabilið 2014-15 en það var í fyrra sem hann sló í gegn. Sané skoraði þá átta mörk og gaf sex stoðsendingar í 33 deildarleikjum og spilaði sína fyrstu landsleiki. Frammistaða hans vakti athygli stórliða í Evrópu en á endanum var það City sem krækti í strákinn. Áhugi Peps Guardiola, knattspyrnustjóra City, gerði útslagið en hann var byrjaður að ræða við Sané áður en tímabilinu í Þýskalandi lauk. Eftir erfiðar vikur í kringum áramótin hefur City náð vopnum sínum á nýjan leik. Guardiola hefur fundið réttu blönduna í sóknarleiknum með Raheem Sterling á hægri kantinum og Sané á þeim vinstri. Þessir eldfljótu og leiknu kantmenn ná ekki bara vel saman inni á vellinum, heldur einnig utan hans.Kantmennirnir ná vel saman „Hann hefur alltaf talað við mig og hjálpað mér mikið. Við erum á svipuðum aldri og höfum svipuð áhugamál. Hann reyndi strax að kynnast mér og hefur alltaf hjálpað mér á æfingum. Eftir leiki segir hann mér að trúa alltaf á sjálfan mig,“ sagði Sané um Sterling sem hefur spilað vel í vetur. Það er ólíklegt að City verði enskur meistari úr þessu enda forysta toppliðs Chelsea 10 stig. En framtíðin lítur vel út á Etihad, ekki síst vegna Sané og Sterling og framfaranna sem þeir hafa sýnt í vetur.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira