Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2017 10:25 Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi sem stýrir rannsókn á hvarfi Arturs, segir að leitarmenn muni nýta sér það að háfjara verði í hádeginu. Hann reiknar einnig með því að þyrla Landhelgisgæslunnar muni taka þátt í leitinni. Fjörur verða gengnar frá Nauthólsvík að Álftanesi í von um að finna vísbendingar um hvarf Arturs en ekkert hefur spurst til hans frá 1. mars.Guðmundur segir að engar nýjar vísbendingar hafi borist vegna málsins. Í gær óskaði lögregla eftir því að fá upptökur úr öryggismyndavélum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs en símagögn úr farsíma Arturs benda til þess að sími hans hafi komið inn á farsímasendi þar. Guðmyndur segir að verið sé að vinna úr slíkum upplýsingum sem hafi borist. Áhersla er lögð á að kortleggja ferðir Arturs. Málið er rannsakað sem mannshvarf og ekki er grunur um refsiverða háttsemi. Fólk er beðið um að svipast um í sínu nærumhverfi, t.d. í vinnuskúrum, geymslum og útihúsum. Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, í bláum gallabuxum og í hvítum strigaskóm. Hann er grannvaxinn, 186 sentimetrar á hæð, með græn augu og stutt, dökkt hár. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Allt kapp lagt á leit að Arturi Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. 12. mars 2017 19:45 Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00 Hefja formlega leit að Arturi í Kópavogi og við strandlengjuna frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Artur Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá því um síðustu mánaðamót, er við það að hefjast. Upphaf leitar er í vesturbæ Kópavogs. 12. mars 2017 11:10 Arturs Jarmoszko leitað í fjöru alla leið frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Arturi Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá mánaðamótum, hófst í gær. 13. mars 2017 07:00 Fengu símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt Unnið er að því að skoða gögnin til að komast að því hvar sími Arturs Jarmoszko var síðast en tveimur tímum eftir að síðast sást til Arturs slokknaði á síma hans. 12. mars 2017 09:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi sem stýrir rannsókn á hvarfi Arturs, segir að leitarmenn muni nýta sér það að háfjara verði í hádeginu. Hann reiknar einnig með því að þyrla Landhelgisgæslunnar muni taka þátt í leitinni. Fjörur verða gengnar frá Nauthólsvík að Álftanesi í von um að finna vísbendingar um hvarf Arturs en ekkert hefur spurst til hans frá 1. mars.Guðmundur segir að engar nýjar vísbendingar hafi borist vegna málsins. Í gær óskaði lögregla eftir því að fá upptökur úr öryggismyndavélum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs en símagögn úr farsíma Arturs benda til þess að sími hans hafi komið inn á farsímasendi þar. Guðmyndur segir að verið sé að vinna úr slíkum upplýsingum sem hafi borist. Áhersla er lögð á að kortleggja ferðir Arturs. Málið er rannsakað sem mannshvarf og ekki er grunur um refsiverða háttsemi. Fólk er beðið um að svipast um í sínu nærumhverfi, t.d. í vinnuskúrum, geymslum og útihúsum. Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, í bláum gallabuxum og í hvítum strigaskóm. Hann er grannvaxinn, 186 sentimetrar á hæð, með græn augu og stutt, dökkt hár. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Allt kapp lagt á leit að Arturi Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. 12. mars 2017 19:45 Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00 Hefja formlega leit að Arturi í Kópavogi og við strandlengjuna frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Artur Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá því um síðustu mánaðamót, er við það að hefjast. Upphaf leitar er í vesturbæ Kópavogs. 12. mars 2017 11:10 Arturs Jarmoszko leitað í fjöru alla leið frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Arturi Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá mánaðamótum, hófst í gær. 13. mars 2017 07:00 Fengu símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt Unnið er að því að skoða gögnin til að komast að því hvar sími Arturs Jarmoszko var síðast en tveimur tímum eftir að síðast sást til Arturs slokknaði á síma hans. 12. mars 2017 09:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Allt kapp lagt á leit að Arturi Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. 12. mars 2017 19:45
Tilkynning á pólsku vegna leitar lögreglu: Policjanci z Komendy stołecznej nadal poszukują zaginionego Artura Jarmoszko Jeżeli ktoś wie coś na temat okoliczności zaginięcia Artura Jarmoszko bądź zna miejsce jego pobytu, proszony jest o kontakt telefoniczny pod nr tel. 444-1000. 11. mars 2017 14:00
Hefja formlega leit að Arturi í Kópavogi og við strandlengjuna frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Artur Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá því um síðustu mánaðamót, er við það að hefjast. Upphaf leitar er í vesturbæ Kópavogs. 12. mars 2017 11:10
Arturs Jarmoszko leitað í fjöru alla leið frá Gróttu að Álftanesi Formleg leit að Arturi Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá mánaðamótum, hófst í gær. 13. mars 2017 07:00
Fengu símagögn frá símafyrirtæki Arturs í nótt Unnið er að því að skoða gögnin til að komast að því hvar sími Arturs Jarmoszko var síðast en tveimur tímum eftir að síðast sást til Arturs slokknaði á síma hans. 12. mars 2017 09:30