Erfitt að hafna fólki í neyð 13. október 2005 15:02 Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira