Þingforseti freistar þess að ljúka umræðum um umdeilt útlendingafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2020 19:00 Mikið var um atkvæðagreiðslur á Alþingi í dag. Síðdegis hófust umræður um frumvörp um nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stöð 2/Einar Þingmenn hófu síðdegis aðra umræðu um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Síðar í kvöld á að ræða umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er ekki hrifinn af málflutningi Miðflokksins í loftlagsmálum.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst með umræðum um störf þingsins klukkan þrjú í dag. Í þeim undraðist stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé málflutning þingmanna Miðflokksins í umræðum um loftslagsmál og borgarlínu á Alþingi í vikunni. Þar vissi flokkurinn alltaf betur en allir aðrir. „Og ég velti því fyrir mér margoft undir þessum umræðum; undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“ „Gögn, líkön, staðreyndir. Þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði Kolbeinn. Þorsteinn Sæmundsson segir fulla ástæðu til að fólk kynni sér málflutning þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins lét þessi ummæli ekki slá sig út af laginu. „Ég vil nú byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Kolbeinni Óttarssyni Proppé fyrir að vekja athygli á sérstöðu Miðflokksins þegar kemur að þeim málum sem hér voru rædd í gær. Og ég tek undir hvatningu hans til landsmanna til að kynna sér innihald þeirrar umræðu,“ sagði Þorsteinn. Fundurinn fór annars framan af í atkvæðagreiðslur um nokkur mál. Þær fara fram með sérkennilegum hætti þessa dagana á Alþingi vegna sóttvarna. Meðal annars voru greidd atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld þar sem þingforseti freistar þess meðal annars að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ekki til í kvöldfundi til að ljúka umræðum um umdeilt frumvarp um útlendinga.Vísir/ Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði flokkinn til í að funda lengi um aðgerðir vegna kórónufaraldursins, eins og bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu aðgerða hennar sem umræða hófst um rétt um klukkan fimm. „Við lögðum hins vegar ekki blessun okkar yfir það að vinna hér fram á kvöld í því að koma á enn ómannúðlegri Útlendingastofnun og útlendingastefnu en nú þegar er í gildi á Íslandi. Þar af leiðandi segjum við nei við lengdum þingfundi og nei við þessu óbermis frumvarpi,“ sagði Þórhildur Sunna. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þingmenn hófu síðdegis aðra umræðu um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Síðar í kvöld á að ræða umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé er ekki hrifinn af málflutningi Miðflokksins í loftlagsmálum.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst með umræðum um störf þingsins klukkan þrjú í dag. Í þeim undraðist stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé málflutning þingmanna Miðflokksins í umræðum um loftslagsmál og borgarlínu á Alþingi í vikunni. Þar vissi flokkurinn alltaf betur en allir aðrir. „Og ég velti því fyrir mér margoft undir þessum umræðum; undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“ „Gögn, líkön, staðreyndir. Þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði Kolbeinn. Þorsteinn Sæmundsson segir fulla ástæðu til að fólk kynni sér málflutning þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins lét þessi ummæli ekki slá sig út af laginu. „Ég vil nú byrja á því að þakka háttvirtum þingmanni Kolbeinni Óttarssyni Proppé fyrir að vekja athygli á sérstöðu Miðflokksins þegar kemur að þeim málum sem hér voru rædd í gær. Og ég tek undir hvatningu hans til landsmanna til að kynna sér innihald þeirrar umræðu,“ sagði Þorsteinn. Fundurinn fór annars framan af í atkvæðagreiðslur um nokkur mál. Þær fara fram með sérkennilegum hætti þessa dagana á Alþingi vegna sóttvarna. Meðal annars voru greidd atkvæði um lengingu þingfundar í kvöld þar sem þingforseti freistar þess meðal annars að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ekki til í kvöldfundi til að ljúka umræðum um umdeilt frumvarp um útlendinga.Vísir/ Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði flokkinn til í að funda lengi um aðgerðir vegna kórónufaraldursins, eins og bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar vegna síðustu aðgerða hennar sem umræða hófst um rétt um klukkan fimm. „Við lögðum hins vegar ekki blessun okkar yfir það að vinna hér fram á kvöld í því að koma á enn ómannúðlegri Útlendingastofnun og útlendingastefnu en nú þegar er í gildi á Íslandi. Þar af leiðandi segjum við nei við lengdum þingfundi og nei við þessu óbermis frumvarpi,“ sagði Þórhildur Sunna.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira