Innlent

Annar bruninn á þremur árum

Eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar fyrir þremur árum í kjölfar sprengingar sem varð þegar tankur með sprengifimu efni fór í brotajárnspressu. Hann náði þó ekki að breiðast út eins og eldurinn sem kviknaði á vinnusvæði fyrirtækisins í fyrrakvöld. Árið 2001 reyndist slökkviliðinu ekki unnt að nota vatn til slökkvistarfa og þurfti að beita dufttækjum. Tveir starfsmenn endurvinnslustöðvarinnar voru þá fluttir á spítala vegna gruns um reykeitrun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×