Innlent

Rúm­lega sex­földun hjólandi á Ægis­síðu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjöldi hjólandi í Elliðaárdal hefur aukist úr 11 þúsund í apríl 2019 í 25 þúsund í apríl 2020.
Fjöldi hjólandi í Elliðaárdal hefur aukist úr 11 þúsund í apríl 2019 í 25 þúsund í apríl 2020. Vísir/Vilhelm

Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar.

Þannig hefur fjöldi hjólandi í Elliðaárdal aukist úr 11 þúsund í apríl 2019 í 25 þúsund í apríl 2020. 

Á Ægissíðu fer fjöldinn úr tæplega fjögur þúsund í apríl 2019 í rúmlega 24 þúsund í apríl 2020. Er þar um rúmlega sexföldun að ræða.

Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg birtir sömuleiðis samanburð milli 2019 og 2020 á fleiri stöðum, þar á meðal í nágrannasveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavíkurborg

Samkvæmt tölunum hefur gangandi vegfarendum sömuleiðis fjölgað mikið, líkt og sjá má myndinni að neðan. Hefur þar verið mæld umferð gangandi á völdum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Aukin slysahætta

Samfara þessari sprengingu í fjölda hjólandi vegfarenda á götum borgarinnar eykst skiljanlega slysahætta. Sjóvá birti í morgun tilkynningu á vef sínum þar sem farið er yfir þær reglur sem rétt er að hafa í huga þegar hjólað er á ýmist göngustígum eða götum. 

Er minnt á hægri umferð, en jafnframt að börn og hundar geta verið óútreiknanleg. Því sé rétt að gefa hljóðmerki og hægja vel á sér þegar tekið er framhjá.

„Þeir hjól­reiðamenn sem ætla að fara hratt ættu að hjóla á ak­braut eða á sér­merktum hjóla­stígum. Þess ber þó að gæta að á hjóla­stígum getur verið mikil um­ferð og þarf að sýna öðru hjól­reiðafólki til­lit og vera meðvitaður um um­hverfi sitt. Mik­ill hraði á göngu­stígum fer ekki saman við gang­andi um­ferð og skapar hættu á al­var­legum slysum,“ segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um þær reglur sem sétt er að hafa í hafa á vef Sjóvár.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.