Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. mars 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira