Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 09:30 Fyrirliðinn Vincent Kompany og knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini eftir að Manchester City vann enska meistaratitilinn vorið 2014 og svo Steven Gerrard eftir mistökin á móti Chelsea 2014. Samsett/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira