„Langvarandi vanmat á gildum þessara starfa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 12:42 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst á miðnætti hefur áhrif á um 1650 notendur velferðarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Þá hafa aðgerðirnar áhrif á öll leikskólabörn í borginni. Framkvæmdastjóri Eflingar segist skynja að í samfélaginu sé að opnast á umræðu um „langvarandi vanmat“ á mikilvægi þeirra starfa sem um ræðir. Enn hefur ekki verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en um 1850 félagsmenn Eflingar starfa á alls 129 starfsstöðvum borgarinnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að áfram verði áhrif verkfallsaðgerða mest á leikskólum og matarþjónustu í grunnskólum.Sjá einnig: Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Undanþágur hafa fengist frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni, til að mynda er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra og fólks sem þarf á neyðarþjónustu í gistiskýlum að halda. Eftir því sem líður á verkfallið mun það einnig hafa áhrif á sorphirðu og aðra umhirðu borgarlandsins. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að enn sé enginn viðræðugrundvöllur sem gefi tilefni til að fresta eða hætta verkfallsaðgerðum. Félagið skynji aftur á móti mikinn stuðning í samfélaginu. „Við skynjum það að það er að opnast á umræðu um langvarandi vanmat á gildi þessara starfa sem að um ræðir sem er mjög jákvætt að heyra, að sú umræða sé farin af stað. Og við sannarlega bindum vonir við að það muni endurspeglast síðan í sjálfum viðræðunum,“ segir Viðar. Hann segir lítið hafa verið um verkfallsbrot í aðgerðum til þessa. „Það hefur ekki verið verkfallsvarsla í dag enn sem komið er. Verkfallsvörslunni er svolítið hagað eftir því bara hvaða mannafli er til staðar og slíkt, starfsfólkið okkar er auðvitað að sinna öðrum störfum líka um leið,“ segir Viðar. „Við gerum ráð fyrir að það verði verkfallsvarsla núna í vikunni. Reynslan hefur sýnt að það er þörf á því að gera það, þó svo að þetta séu ekki endilega einhver eindregin ásetningsbrot að þá er það sannarlega nauðsynlegt að láta sá sig á vinnustöðunum og fylgja málunum eftir.“ Efling hefur boðað til samstöðu- og baráttufundar sem hefst klukkan eitt. „Ég vil bara hvetja alla sem að vilja styðja við það að það náist fram sanngjörn og viðunandi lausn í þessu máli að koma á samstöðu- og baráttufundinn okkar klukkan eitt í Iðnó.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent