Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 09:59 Það er fjölmennt á fundi atvinnuveganefndar í dag þar sem útflutningur á óunnum fiski er til umræðu. Vísir/Vilhelm Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks. Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, en hann er meðal gesta á fundi atvinnuveganefndar þar sem samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB er nú til umfjöllunar. Á fundinum er sjónum einkum beint að þeim samfélagslegu og efnahagslegu áhrifum sem Ísland verður fyrir vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Tilefnið er aukning á slíkum útflutningi sem er meðal áhrifaþátta sem leitt hafa til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Um 500 störf hafa tapast í fiskvinnslu að undanförnu, en nú síðast ber að nefna þá hátt í fimmtíu starfsmenn fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sem var sagt upp í síðustu viku.Sjá einnig: „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert" Fjórtán gestir eru mættir nefndina, þar af aðeins tvær konur, en mættir eru fulltrúar frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, Sjómannasambandi Íslands og frá Starfsgreinasambandinu. Fulltrúar SGS sögðu það þyngra en tárum taki að sjá hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með fiskvinnsluna í landinu. Reglulega hafi verið kallað eftir fundi með stjórnmálamönnum um þetta að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar hjá verkalýðsfélaginu Framsýn. Aldrei áður hafi hann skynjað pólitískan vilja til að bregðast við. Þótt aðrir þættir á borð við tæknibreytingar hafi áhrif sé þessi þróun að lama byggðir landsins. Orð sjávarútvegsráðherra í kvöldfréttum Rúv í gær um að hann ætli ekki að ganga til aðgerða hafi vakið reiði. Málið snúist ekki aðeins um störf heldur einnig um byggðamál. Þá felist ákveðin kaldhæðni í því að Ísland, sem státi af fyrirtækjum sem framleiði fiskvinnslutæki á heimsmælikvarða, selji þau síðan til annarra landa þar sem vinnslan fari fram á íslenskum fiski, niðurgreidd af Evrópusambandinu. Vilhjálmur Birgisson benti jafnframt á að aflaheimildir á Akranesi nemi nú um 25 þúsund tonnum en engu sé þó landað á Akranesi. Áður hafi um 350 manns starfað við fiskvinnslu í bænum, nú sé ekkert einasta þeirra starfa eftir. Biðlaði hann til nefndarinnar um að líta til byggðasjónarmiða og þá kallaði hann jafnframt eftir því að ráðist yrði í opinbera rannsókn á verðlagningu uppsjávarafla.Aðeins lítill hluti af heildarafla Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að aukning í útflutningi á óunnum fiski síðasta ár hafi ekki verið meiriháttar í sögulegum samanburði. Hér þurfi að tryggja og efla samkeppnishæfni íslenskrar fiskvinnslu og ekki verði horft fram hjá áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og tæknibreytinga sem einnig hafa leitt til fækkunar starfa í fiskvinnslu. Á árunum 1992 til 2018 hafi að meðaltali um 44 þúsund tonn af óunnum fiski verið flutt út á ári en árið 2018 hafi þau verið um 50 þúsund. Sem dæmi sé þar aðeins um að ræða um það bil 5% af heildarþorskafla og um 10% af heildarafla botnfisks.
Alþingi Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira