„Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert“ Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. október 2019 22:00 Hátt í fimmtíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi hefur verið sagt upp eins og kom fram á Vísi í gær. Bæjaryfirvöld hafa leitað á náðir Byggðastofnunar og reyna nú að tryggja fjármögnun til þess að halda megi starfseminni gangandi. Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum og atvinnuhorfur þar ekki góðar. „Í gær var öllu starfsfólki sagt upp frá og með deginum í gær, þá höfum við ákveðinn tíma til þess að vinna að þessu máli og ætlum okkur að klára það á þessum tíma og draga uppsagnir til baka, gangi eftir að fjármagna “ sagði Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að flutningarnir á Akranes fyrir tveimur árum hafi verið dýrir, þeir hafi þó alls ekki verið mistök. „Maður getur lent í áföllum og þá þarf maður bara að vinna úr því.“Gríðarlegt áfall Eigi fyrirtækið að lifa þarf að endurfjármagna um 150 milljón króna bankaskuld sem fallin er á gjalddaga. Þar sem lánalína frá bankanum er ekki í boði hafa fyrirtækið og bæjaryfirvöld óskað eftir fyrirgreiðslu frá Byggðarstofnun. Málið verður tekið fyrir á fundi eftir tvær vikur. Fyrirtækið sóttist einnig eftir fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun fyrr á árinu en þá var því hafnað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að það yrði gríðarlegt áfall ef Byggðastofnun felist ekki á þetta. „Í ástandi eins og er nú, þar sem verið er að kólna í hagkerfinu, þá skiptir hvert einasta starf gríðarlega miklu máli. Við erum þarna með einstaklinga, að lang mestu leiti konur, sem að eru að ganga í gegnum það í annað skipti á tveimur árum að fá þessar sáru fréttir.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillÓttast aðra eins tölu á næsta ári Ein þessara kvenna er Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður Ísfisks. Hún segir að það sé „bara ömurlegt“ að vera komin aftur í þessa stöðu. Hún segir að lítið annað sé í boði. „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert.“ Starfsfólki grunaði hvað í stefndi enda hafði það ekki verið boðað aftur til vinnu eftir sumarfrí, þar sem fyrirtækið hefur ekki viljað hefja vinnslu fyrr en fjármögnun er tryggð. Bæjarstjóri segir brýnt að fyrirtækið haldist á floti enda vofa fleiri uppsagnir yfir bænum á Grundartangasvæðinu. „Hér erum við að tala um 50 störf sem hafa farið á liðnu ári og ég geri ráð fyrir að það muni halda áfram. Ég óttast að það sé önnur eins tala framundan á næsta ári,“ segir Sævar Freyr.Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður ÍsfisksSkjáskot/Stöð 2Mikil varnarbarátta „Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er alltaf alvarlegt þegar 60 manns missa vinnuna á einum vettvangi. Þetta væri í raun ígildi þess að 1400 manns myndu missa vinnuna á höfuðborgarsvæðinu í einni svipan. Þannig að þetta er gríðarlegt högg.“ Hann segir að eins og staðan er í dag sé alveg ljóst að það sé engin önnur störf að fá fyrir þetta fólk. „Þess vegna leggjum við gríðarlega mikla áherslu á það að þetta leysist og fyrirtækið nái að endurfjármagna sig og Byggðastofnun veiti þessu fyrirtæki lánveitingu. Við erum bara að bíða og vona það besta.“ Vilhjálmur segir að hart sé sótt að atvinnumálum á Akranesi og verja þurfi hvert einasta starf í sveitarfélaginu með kjafti og klóm. Mikil varnarbarátta sé í gangi þessa dagana. „Það munum við gera og stéttarfélagið hefur verið að velta því fyrir sér hvort að það sé að orðið tímabært að boða hér til íbúafundar þar sem að við köllum eftir aðgerðum, til dæmis þingmanna í kjördæminu. Ástandið núna er alvarlegt.“ Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hátt í fimmtíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi hefur verið sagt upp eins og kom fram á Vísi í gær. Bæjaryfirvöld hafa leitað á náðir Byggðastofnunar og reyna nú að tryggja fjármögnun til þess að halda megi starfseminni gangandi. Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum og atvinnuhorfur þar ekki góðar. „Í gær var öllu starfsfólki sagt upp frá og með deginum í gær, þá höfum við ákveðinn tíma til þess að vinna að þessu máli og ætlum okkur að klára það á þessum tíma og draga uppsagnir til baka, gangi eftir að fjármagna “ sagði Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að flutningarnir á Akranes fyrir tveimur árum hafi verið dýrir, þeir hafi þó alls ekki verið mistök. „Maður getur lent í áföllum og þá þarf maður bara að vinna úr því.“Gríðarlegt áfall Eigi fyrirtækið að lifa þarf að endurfjármagna um 150 milljón króna bankaskuld sem fallin er á gjalddaga. Þar sem lánalína frá bankanum er ekki í boði hafa fyrirtækið og bæjaryfirvöld óskað eftir fyrirgreiðslu frá Byggðarstofnun. Málið verður tekið fyrir á fundi eftir tvær vikur. Fyrirtækið sóttist einnig eftir fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun fyrr á árinu en þá var því hafnað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að það yrði gríðarlegt áfall ef Byggðastofnun felist ekki á þetta. „Í ástandi eins og er nú, þar sem verið er að kólna í hagkerfinu, þá skiptir hvert einasta starf gríðarlega miklu máli. Við erum þarna með einstaklinga, að lang mestu leiti konur, sem að eru að ganga í gegnum það í annað skipti á tveimur árum að fá þessar sáru fréttir.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillÓttast aðra eins tölu á næsta ári Ein þessara kvenna er Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður Ísfisks. Hún segir að það sé „bara ömurlegt“ að vera komin aftur í þessa stöðu. Hún segir að lítið annað sé í boði. „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert.“ Starfsfólki grunaði hvað í stefndi enda hafði það ekki verið boðað aftur til vinnu eftir sumarfrí, þar sem fyrirtækið hefur ekki viljað hefja vinnslu fyrr en fjármögnun er tryggð. Bæjarstjóri segir brýnt að fyrirtækið haldist á floti enda vofa fleiri uppsagnir yfir bænum á Grundartangasvæðinu. „Hér erum við að tala um 50 störf sem hafa farið á liðnu ári og ég geri ráð fyrir að það muni halda áfram. Ég óttast að það sé önnur eins tala framundan á næsta ári,“ segir Sævar Freyr.Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður ÍsfisksSkjáskot/Stöð 2Mikil varnarbarátta „Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er alltaf alvarlegt þegar 60 manns missa vinnuna á einum vettvangi. Þetta væri í raun ígildi þess að 1400 manns myndu missa vinnuna á höfuðborgarsvæðinu í einni svipan. Þannig að þetta er gríðarlegt högg.“ Hann segir að eins og staðan er í dag sé alveg ljóst að það sé engin önnur störf að fá fyrir þetta fólk. „Þess vegna leggjum við gríðarlega mikla áherslu á það að þetta leysist og fyrirtækið nái að endurfjármagna sig og Byggðastofnun veiti þessu fyrirtæki lánveitingu. Við erum bara að bíða og vona það besta.“ Vilhjálmur segir að hart sé sótt að atvinnumálum á Akranesi og verja þurfi hvert einasta starf í sveitarfélaginu með kjafti og klóm. Mikil varnarbarátta sé í gangi þessa dagana. „Það munum við gera og stéttarfélagið hefur verið að velta því fyrir sér hvort að það sé að orðið tímabært að boða hér til íbúafundar þar sem að við köllum eftir aðgerðum, til dæmis þingmanna í kjördæminu. Ástandið núna er alvarlegt.“
Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21
Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22
Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda