„Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert“ Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. október 2019 22:00 Hátt í fimmtíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi hefur verið sagt upp eins og kom fram á Vísi í gær. Bæjaryfirvöld hafa leitað á náðir Byggðastofnunar og reyna nú að tryggja fjármögnun til þess að halda megi starfseminni gangandi. Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum og atvinnuhorfur þar ekki góðar. „Í gær var öllu starfsfólki sagt upp frá og með deginum í gær, þá höfum við ákveðinn tíma til þess að vinna að þessu máli og ætlum okkur að klára það á þessum tíma og draga uppsagnir til baka, gangi eftir að fjármagna “ sagði Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að flutningarnir á Akranes fyrir tveimur árum hafi verið dýrir, þeir hafi þó alls ekki verið mistök. „Maður getur lent í áföllum og þá þarf maður bara að vinna úr því.“Gríðarlegt áfall Eigi fyrirtækið að lifa þarf að endurfjármagna um 150 milljón króna bankaskuld sem fallin er á gjalddaga. Þar sem lánalína frá bankanum er ekki í boði hafa fyrirtækið og bæjaryfirvöld óskað eftir fyrirgreiðslu frá Byggðarstofnun. Málið verður tekið fyrir á fundi eftir tvær vikur. Fyrirtækið sóttist einnig eftir fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun fyrr á árinu en þá var því hafnað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að það yrði gríðarlegt áfall ef Byggðastofnun felist ekki á þetta. „Í ástandi eins og er nú, þar sem verið er að kólna í hagkerfinu, þá skiptir hvert einasta starf gríðarlega miklu máli. Við erum þarna með einstaklinga, að lang mestu leiti konur, sem að eru að ganga í gegnum það í annað skipti á tveimur árum að fá þessar sáru fréttir.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillÓttast aðra eins tölu á næsta ári Ein þessara kvenna er Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður Ísfisks. Hún segir að það sé „bara ömurlegt“ að vera komin aftur í þessa stöðu. Hún segir að lítið annað sé í boði. „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert.“ Starfsfólki grunaði hvað í stefndi enda hafði það ekki verið boðað aftur til vinnu eftir sumarfrí, þar sem fyrirtækið hefur ekki viljað hefja vinnslu fyrr en fjármögnun er tryggð. Bæjarstjóri segir brýnt að fyrirtækið haldist á floti enda vofa fleiri uppsagnir yfir bænum á Grundartangasvæðinu. „Hér erum við að tala um 50 störf sem hafa farið á liðnu ári og ég geri ráð fyrir að það muni halda áfram. Ég óttast að það sé önnur eins tala framundan á næsta ári,“ segir Sævar Freyr.Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður ÍsfisksSkjáskot/Stöð 2Mikil varnarbarátta „Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er alltaf alvarlegt þegar 60 manns missa vinnuna á einum vettvangi. Þetta væri í raun ígildi þess að 1400 manns myndu missa vinnuna á höfuðborgarsvæðinu í einni svipan. Þannig að þetta er gríðarlegt högg.“ Hann segir að eins og staðan er í dag sé alveg ljóst að það sé engin önnur störf að fá fyrir þetta fólk. „Þess vegna leggjum við gríðarlega mikla áherslu á það að þetta leysist og fyrirtækið nái að endurfjármagna sig og Byggðastofnun veiti þessu fyrirtæki lánveitingu. Við erum bara að bíða og vona það besta.“ Vilhjálmur segir að hart sé sótt að atvinnumálum á Akranesi og verja þurfi hvert einasta starf í sveitarfélaginu með kjafti og klóm. Mikil varnarbarátta sé í gangi þessa dagana. „Það munum við gera og stéttarfélagið hefur verið að velta því fyrir sér hvort að það sé að orðið tímabært að boða hér til íbúafundar þar sem að við köllum eftir aðgerðum, til dæmis þingmanna í kjördæminu. Ástandið núna er alvarlegt.“ Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hátt í fimmtíu starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi hefur verið sagt upp eins og kom fram á Vísi í gær. Bæjaryfirvöld hafa leitað á náðir Byggðastofnunar og reyna nú að tryggja fjármögnun til þess að halda megi starfseminni gangandi. Það er mjög þungt hljóð í bæjarbúum og atvinnuhorfur þar ekki góðar. „Í gær var öllu starfsfólki sagt upp frá og með deginum í gær, þá höfum við ákveðinn tíma til þess að vinna að þessu máli og ætlum okkur að klára það á þessum tíma og draga uppsagnir til baka, gangi eftir að fjármagna “ sagði Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að flutningarnir á Akranes fyrir tveimur árum hafi verið dýrir, þeir hafi þó alls ekki verið mistök. „Maður getur lent í áföllum og þá þarf maður bara að vinna úr því.“Gríðarlegt áfall Eigi fyrirtækið að lifa þarf að endurfjármagna um 150 milljón króna bankaskuld sem fallin er á gjalddaga. Þar sem lánalína frá bankanum er ekki í boði hafa fyrirtækið og bæjaryfirvöld óskað eftir fyrirgreiðslu frá Byggðarstofnun. Málið verður tekið fyrir á fundi eftir tvær vikur. Fyrirtækið sóttist einnig eftir fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun fyrr á árinu en þá var því hafnað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir að það yrði gríðarlegt áfall ef Byggðastofnun felist ekki á þetta. „Í ástandi eins og er nú, þar sem verið er að kólna í hagkerfinu, þá skiptir hvert einasta starf gríðarlega miklu máli. Við erum þarna með einstaklinga, að lang mestu leiti konur, sem að eru að ganga í gegnum það í annað skipti á tveimur árum að fá þessar sáru fréttir.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Stöð 2/EgillÓttast aðra eins tölu á næsta ári Ein þessara kvenna er Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður Ísfisks. Hún segir að það sé „bara ömurlegt“ að vera komin aftur í þessa stöðu. Hún segir að lítið annað sé í boði. „Maður er búinn að sækja um fullt af vinnum en fær ekkert.“ Starfsfólki grunaði hvað í stefndi enda hafði það ekki verið boðað aftur til vinnu eftir sumarfrí, þar sem fyrirtækið hefur ekki viljað hefja vinnslu fyrr en fjármögnun er tryggð. Bæjarstjóri segir brýnt að fyrirtækið haldist á floti enda vofa fleiri uppsagnir yfir bænum á Grundartangasvæðinu. „Hér erum við að tala um 50 störf sem hafa farið á liðnu ári og ég geri ráð fyrir að það muni halda áfram. Ég óttast að það sé önnur eins tala framundan á næsta ári,“ segir Sævar Freyr.Oddný Garðarsdóttir, starfsmaður ÍsfisksSkjáskot/Stöð 2Mikil varnarbarátta „Þetta er grafalvarleg staða,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Það er alltaf alvarlegt þegar 60 manns missa vinnuna á einum vettvangi. Þetta væri í raun ígildi þess að 1400 manns myndu missa vinnuna á höfuðborgarsvæðinu í einni svipan. Þannig að þetta er gríðarlegt högg.“ Hann segir að eins og staðan er í dag sé alveg ljóst að það sé engin önnur störf að fá fyrir þetta fólk. „Þess vegna leggjum við gríðarlega mikla áherslu á það að þetta leysist og fyrirtækið nái að endurfjármagna sig og Byggðastofnun veiti þessu fyrirtæki lánveitingu. Við erum bara að bíða og vona það besta.“ Vilhjálmur segir að hart sé sótt að atvinnumálum á Akranesi og verja þurfi hvert einasta starf í sveitarfélaginu með kjafti og klóm. Mikil varnarbarátta sé í gangi þessa dagana. „Það munum við gera og stéttarfélagið hefur verið að velta því fyrir sér hvort að það sé að orðið tímabært að boða hér til íbúafundar þar sem að við köllum eftir aðgerðum, til dæmis þingmanna í kjördæminu. Ástandið núna er alvarlegt.“
Akranes Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21
Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22
Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. 1. október 2019 08:00