Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2019 17:19 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent