Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2019 17:19 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Utanríkisráðherra ræddi símleiðis við Reykjavík síðdegis en hann er staddur í Sierra Leone. „Þessar boðuðu hernaðaraðgerðir eru mikið áhyggjuefni og það er fyrirsjáanlegt að þær geti haft áhrif á almenna borgara og maður hefur líka áhyggjur af því að ef verður um að ræða árás á Kúrda þá geti það leyst hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki úr læðingi en sýrlenskir Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti við þessi illræmdu samtök. Þetta er áhyggjuefni en við fylgjumst grannt með gangi mála og munum koma áhyggjum okkar á framfæri,“ segir Guðlaugur. „Þeir hafa verið mjög dyggir bandamenn og oftar en ekki staðið í fylkingarbroddi gegn samtökum sem ég vona að allir séu sammála um að megi ekki ná markmiðum sínum og menn skyldu ekkert vanmeta það að þau geti aftur farið af stað,“ segir Guðlaugur en þetta rímar við það sem sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við. Óttast er að í ringulreiðinni sem gæti skapast við árás á Kúrda myndist svigrúm fyrir samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki til að rísa úr öskunni. Aðspurður hvort ákvörðun Trumps sé olía á eld í Sýrlandi segist Guðlaugur áfram ætla að hvetja til friðsamlegra lausna. „Það er alveg rétt hjá ykkur og hver maður sér það að það þarf oft ekki mikið til að til þess að kveikja í púðurtunnu en ég ætla ekki að þessu stigi að leggja út af því. Þetta er bara nokkuð sem er áhyggjuefni.“Hvernig mun heimsbyggðin bregðast við? Og ég tala nú ekki um NATO?„Þetta er ekkert á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og þetta er ekki með samþykki þess og hvað þá í umboði Atlantshafsbandalagsins þannig að það er ekki um neitt slíkt að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að málið yrði tekið fyrir á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14 Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. 8. október 2019 14:14
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01