Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 14:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stefnubreyting Bandaríkjastjórnar verði tekin upp á næsta ríkisstjórnarfundi. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira