Styttist í afdrifaríka ákvörðun um réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 21:15 Málin sem nú verða tekin fyrir gætu markað stórt skref í átt að auknum réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. getty/ David Greedy Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira