Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Sveinn Arnarsson skrifar 6. mars 2019 06:30 Viðbúnaður er á Landspítala vegna mislingasmita sem staðfest hafa verið undanfarna daga. Fréttablaðið/Heiða Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur plássleysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokkuð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar bólusetningar fyrir mislingum í íslensku heilbrigðiskerfi. „Boðað var til neyðarfundar með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna mislingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir unnið að því að lágmarka líkur á því að mislingar geti breiðst út til fleiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða annara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar kemur fram að smitberar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smitast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur plássleysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokkuð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar bólusetningar fyrir mislingum í íslensku heilbrigðiskerfi. „Boðað var til neyðarfundar með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna mislingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir unnið að því að lágmarka líkur á því að mislingar geti breiðst út til fleiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða annara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar kemur fram að smitberar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smitast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33