Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 23:33 Ef grunur vaknar um mislingasmit er fólk hvatt til að leita ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús heldur hringja í númerið 1700. Vísir/VIlhelm Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Fjórir eru smitaðir af mislingum á Íslandi og er þetta alvarlegasta staða sem komið hefur upp í áratugi. Þetta segja forsvarsmenn Landspítalans en tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn. Farþegi í vél Icelandair á leið frá Lundúnum til Keflavíkur reyndist smitaður af mislingum en daginn eftir fór hann með vél Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða. Fjórir fullorðnir og tvö börn smituðust af mislingum í þeirri ferð og eru nú undir læknishöndum á Landspítalanum. Börn eru ekki bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur en bæði börnin hafa ekki náð þeim aldri. Það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstaklinga að vekjast af mislingum en annað barnanna var sett á leikskóla Hnoðrakot í Garðabæ á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að barnið greindist með mislinga þurfa foreldrar tuttugu barna, sem eru á þessum leikskóla en höfðu ekki verið bólusett sökum aldurs, að vera með þau heima næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að þau komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga.Sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að það væri afar sérstakt að svo margir greindust með mislinga í einu hér á landi en það þyrfti ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu. Greint var frá því á Facebook-síðu Landspítalans í kvöld að þetta sé alvarlegasta staða, tengd mislingum, sem hefur komið upp í áratugi. Yfir 90 prósent landsmanna eru ónæmir fyrir smiti vegna bólusetninga eða eldra smits. Ef grunur leikur á mislingasmiti er fólk hvatt til að hringja í númerið 1700 í stað þess að leita á heilsugæslu eða sjúkrahús því þá er er hætta á að óbólusettir einstaklingar smitist.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18