„Stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuðborgarsvæðisins“ Sylvía Hall skrifar 15. október 2019 19:06 Borgarstjórn samþykkti samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára í dag, svokallaðan samgöngusáttmála, með tólf atkvæðum meirihlutans gegn ellefu atkvæðum annarra borgarfulltrúa eftir um það bil þriggja klukkustunda umræðu. „Auðvitað er það jákvætt að fara í uppbyggingu en ellefu borgarfulltrúar úr fjórum flokkum greiddu atkvæði gegn vegna þess að það er svo mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðspurður hvers vegna hann studdi ekki sáttmálann. Hann segir enn vera óljóst hvernig eigi að fjármagna þau loforð sem gefin eru í sáttmálanum.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála„Þetta kostar oft meira en menn halda og þetta eru svakalegar upphæðir, við þurfum að sýna aðhald og það gerum við hér.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði svör Eyþórs endurspegla þá umræðu sem átti sér stað við atkvæðagreiðslu í dag. Þar hefði verið hnýtt í smáatriði en ekki litið á heildarmyndina. „Það er mjög breið sátt um hana, nú er búið að eyða óvissu um borgarlínu, við erum að fara að sjá Miklubraut í stokk og í raun algjöra græna og jákvæða umbreytingu á borginni sem mun gera vel við samgöngurnar, gera vel við mannlífið og lífsgæðin,“ sagði Dagur. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuðborgarsvæðisins.“ Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára í dag, svokallaðan samgöngusáttmála, með tólf atkvæðum meirihlutans gegn ellefu atkvæðum annarra borgarfulltrúa eftir um það bil þriggja klukkustunda umræðu. „Auðvitað er það jákvætt að fara í uppbyggingu en ellefu borgarfulltrúar úr fjórum flokkum greiddu atkvæði gegn vegna þess að það er svo mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðspurður hvers vegna hann studdi ekki sáttmálann. Hann segir enn vera óljóst hvernig eigi að fjármagna þau loforð sem gefin eru í sáttmálanum.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála„Þetta kostar oft meira en menn halda og þetta eru svakalegar upphæðir, við þurfum að sýna aðhald og það gerum við hér.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði svör Eyþórs endurspegla þá umræðu sem átti sér stað við atkvæðagreiðslu í dag. Þar hefði verið hnýtt í smáatriði en ekki litið á heildarmyndina. „Það er mjög breið sátt um hana, nú er búið að eyða óvissu um borgarlínu, við erum að fara að sjá Miklubraut í stokk og í raun algjöra græna og jákvæða umbreytingu á borginni sem mun gera vel við samgöngurnar, gera vel við mannlífið og lífsgæðin,“ sagði Dagur. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuðborgarsvæðisins.“
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45
„Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05