„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 12:45 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nýjan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu snúa að þúsundum vegfarenda í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu - ekki sig eða Dag B. Eggertsson. Vísir/Vilhem Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“ Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00