Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 21:15 Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður. Netöryggi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður.
Netöryggi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira