Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 21:15 Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður. Netöryggi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. Netógnir voru viðfangsefnið á ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hélt í morgun um netöryggismál. Samanlagður þjófnaður netglæpamanna á síðustu tveimur árum, sem tilkynntur hefur verið til lögreglu, frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi hefur numið um 1,6 milljörðum króna. Lögregla telur þó aðeins lítinn hluta mála sem þessa enda á borði sínu og að þjófnaðurinn sé í raun mun umfangsmeiri. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla hafi reynt að áætla út frá hagtölum og fleiru hvert raunverulegt umfang glæpanna sé. „Bara til að finna einhverja tölu sem að ég tel að við getum horft til að þá myndi það líklega vera að bæta einu núlli þarna við. Þannig að við værum ekki að tala um 1,6 heldur 16 milljarða. Þannig að ég myndi halda það að þetta tjón sem er í gangi hér núna á síðustu tólf mánuðum að það væri miklu nær því að vera á milli 10 og 15 milljarðar heldur en það sem við erum að sjá. Það óttumst við að geti verið staðreyndin,“ segir Karl. Ný lög sem voru samþykkt í sumar og taka gildi eftir ár gera það að verkum að fyrirtæki verða í auknu mæli að tilkynna netþjófnaði til yfirvalda. „Það eru það sem eru svokallaðir mikilvægir innviðir, innviða fyrirtæki, sem eru þá á þessum sviðum kannski sérstaklega á sviði fjármálamarkaða, orkumarkaða og reyndar nokkrum öðrum þáttum sem að heyra þá undir viðkomandi eftirlitsstofnanir en allir þessir þeim verður þá skylt að tilkynna um þetta samkvæmt nýju lögunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurður Ingi segir mikilvægt að opna umræðuna um netglæpi og að fyrirtæki tilkynni þegar árásir tölvuþrjóta verða. „Til þess að við lærum af hverri og einni. Til þess að vera betur í stakk búin og takast á við síðar það sem síðar kemur,“ segir Sigurður.
Netöryggi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira