Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. ágúst 2019 14:52 Röðin er löng. Vísir/Vésteinn Þeim sem eiga miða á tónleika enska tónlistarmannsins Eds Sheeran, sem stígur á stokk á Laugardalsvelli í kvöld, er bent á að ekki er nauðsynlegt að mæta í svokallaða „snemm-inritun.“ Nóg sé að vera með miða meðferðis á tónleikana. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live, segir það koma sér á óvart hve margir hafa ákveðið að notast við snemm-inritunina og segir flesta þegar hafa sótt pappírsmiðana sína í þar til gerða Ed Sheeran-búð í Kringlunni. „Snemm-innritunin hentar aðallega þeim sem eru í hópi og þurfa að innrita sig saman en ætla að mæta í sitt hvoru lagi á tónleikana. Það er í rauninni lítið annað sem snemm-innritunin gerir nema hún auðveldar, þú færð armband og þarft ekki að sýna skilríki og miða þegar þú kemur á tónleikana sjálfa,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. „Það er alls ekki skylda að fara í snemm-innritun. Það er líka hægt að mæta með pappírsmiðann sem maður sótti bara beint á tónleikana þegar maður kemur á þá. En það er líka mjög mikilvægt, ef miðarnir voru keyptir fyrir hóp eru á sama nafninu þarf allur hópurinn að koma inn á sama tíma til að innrita sig,“ segir Rúnar. Hann segist þá eiga von á frábærri stemningu og er spenntur fyrir kvöldinu.Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Senu Live.Rúnar Freyr Gíslason„Ég var að horfa yfir völlinn, völl þar sem maður er vanur að sjá bara 22 leikmenn standa á og ég ímynda mér í kvöld verði 22 þúsund manns á vellinum. Það hefur aldrei gerst áður. Ég held það verði bara mögnuð upplifun, bæði að vera í þessum fólksfjölda og að sjá þessa frábæru listamenn sem verða að skemmta fólkinu hérna í kvöld,“ segir Rúnar sem er með ein lokaskilaboð til tónleikagesta fyrir kvöldið. „Kærleikur, passa upp á náungann og fara varlega í áfengið og skemmta sér vel og fallega.“ Vísir ræddi við unga stúlku að nafni Bóel, sem er 23 ára og í fæðingarorlofi. Hún kom í röðina ásamt þremur vinkonum sínum um hádegisbil og var nýbúin að fá armband þegar blaðamann bar að garði rétt fyrir klukkan tvö. Sagði hún röðina hafa náð hálfan hring í kring um Laugardalshöllina þegar hún kom en þegar blaðamaður kom á svæðið náði hún talsvert lengra, eða langleiðina upp á Suðurlandsbraut, þrátt fyrir að liðast í bylgjur og króka. Bóel keypti sér miða á tónleikana um leið og kostur gafst og var því á meðal þeirra rúmlega 20 þúsund sem biðu í stafrænni röð eftir miðum. Bóel sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að röðin yrði jafn löng og raun bar vitni og hún hafi ekki verið látin vita af þeirri miklu bið sem beið hennar, hvorki fyrir fram né við komuna í Laugardalinn. En allt er gott sem endar vel, Bóel og vinkonur hennar komnar með armböndin sín og geta skemmt sér konunglega á tónleikunum í kvöld.Bóel (önnur f.v.) ásamt vinkonum sínum, fegin því að vera komin með armband eftir tveggja tíma bið.Vísir/Vésteinn Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Þeim sem eiga miða á tónleika enska tónlistarmannsins Eds Sheeran, sem stígur á stokk á Laugardalsvelli í kvöld, er bent á að ekki er nauðsynlegt að mæta í svokallaða „snemm-inritun.“ Nóg sé að vera með miða meðferðis á tónleikana. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live, segir það koma sér á óvart hve margir hafa ákveðið að notast við snemm-inritunina og segir flesta þegar hafa sótt pappírsmiðana sína í þar til gerða Ed Sheeran-búð í Kringlunni. „Snemm-innritunin hentar aðallega þeim sem eru í hópi og þurfa að innrita sig saman en ætla að mæta í sitt hvoru lagi á tónleikana. Það er í rauninni lítið annað sem snemm-innritunin gerir nema hún auðveldar, þú færð armband og þarft ekki að sýna skilríki og miða þegar þú kemur á tónleikana sjálfa,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. „Það er alls ekki skylda að fara í snemm-innritun. Það er líka hægt að mæta með pappírsmiðann sem maður sótti bara beint á tónleikana þegar maður kemur á þá. En það er líka mjög mikilvægt, ef miðarnir voru keyptir fyrir hóp eru á sama nafninu þarf allur hópurinn að koma inn á sama tíma til að innrita sig,“ segir Rúnar. Hann segist þá eiga von á frábærri stemningu og er spenntur fyrir kvöldinu.Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Senu Live.Rúnar Freyr Gíslason„Ég var að horfa yfir völlinn, völl þar sem maður er vanur að sjá bara 22 leikmenn standa á og ég ímynda mér í kvöld verði 22 þúsund manns á vellinum. Það hefur aldrei gerst áður. Ég held það verði bara mögnuð upplifun, bæði að vera í þessum fólksfjölda og að sjá þessa frábæru listamenn sem verða að skemmta fólkinu hérna í kvöld,“ segir Rúnar sem er með ein lokaskilaboð til tónleikagesta fyrir kvöldið. „Kærleikur, passa upp á náungann og fara varlega í áfengið og skemmta sér vel og fallega.“ Vísir ræddi við unga stúlku að nafni Bóel, sem er 23 ára og í fæðingarorlofi. Hún kom í röðina ásamt þremur vinkonum sínum um hádegisbil og var nýbúin að fá armband þegar blaðamann bar að garði rétt fyrir klukkan tvö. Sagði hún röðina hafa náð hálfan hring í kring um Laugardalshöllina þegar hún kom en þegar blaðamaður kom á svæðið náði hún talsvert lengra, eða langleiðina upp á Suðurlandsbraut, þrátt fyrir að liðast í bylgjur og króka. Bóel keypti sér miða á tónleikana um leið og kostur gafst og var því á meðal þeirra rúmlega 20 þúsund sem biðu í stafrænni röð eftir miðum. Bóel sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að röðin yrði jafn löng og raun bar vitni og hún hafi ekki verið látin vita af þeirri miklu bið sem beið hennar, hvorki fyrir fram né við komuna í Laugardalinn. En allt er gott sem endar vel, Bóel og vinkonur hennar komnar með armböndin sín og geta skemmt sér konunglega á tónleikunum í kvöld.Bóel (önnur f.v.) ásamt vinkonum sínum, fegin því að vera komin með armband eftir tveggja tíma bið.Vísir/Vésteinn
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum