Kelleher varði mark Liverpool sem vann sigur á Arsenal í vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum en Kelleher varði fjórðu spyrnu Arsenal.
Það var nóg að gera hjá tvítuga Íranum í leiknum sem fékk tækifærið í markinu en þeir Alisson og Adrian voru hvíldir í kvöld. Hann fékk á sig fimm mörk í venjulegum leiktíma en reyndist svo hetjan.
„Ég hef lagt mikla vinnu á mig með markmannsþjálfaranum að verja vítaspyrnur og þetta var ótrúlegur leikur sem markvörður. Ég hafði ekki tíma til þess að blikka augunum,“ sagði hetjan í leikslok.
"It's what dreams are made of, winning a shootout in front of the Kop. I've never experienced anything like it."
Liverpool keeper Caoimhin Kelleher says he "didn't have time to blink" in the thrilling 10-goal match against Arsenal.
More reaction here https://t.co/At1me1OEB8pic.twitter.com/INWyTWQDca
— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2019
„Þetta er eins og druamur; að vinna vítaspyrnukeppni fyrir framan Kop-stúkuna. Andrúmsloftið var ótrúlegt. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði Írinn.
Það er innan við mánuður síðan að hann var á Íslandi með írska U21-árs landsliðinu en þá náði hann ekki að verja vítaspyrnu Sveins Arons Guðjohnsen.