Enski boltinn

Hetja Liver­pool í skýjunum með að vinna víta­spyrnu­keppni fyrir framan Kop-stúkuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kelleher fagnar í gær.
Kelleher fagnar í gær. vísir/getty
Caoimhin Kelleher var ekki markvörður sem margir þekktu fyrir gærkvöldið en hann skrifaði nafn sitt heldur betur á spjöld sögunnar í gærkvöldi.

Kelleher varði mark Liverpool sem vann sigur á Arsenal í vítaspyrnukeppni í enska deildarbikarnum en Kelleher varði fjórðu spyrnu Arsenal.

Það var nóg að gera hjá tvítuga Íranum í leiknum sem fékk tækifærið í markinu en þeir Alisson og Adrian voru hvíldir í kvöld. Hann fékk á sig fimm mörk í venjulegum leiktíma en reyndist svo hetjan.

„Ég hef lagt mikla vinnu á mig með markmannsþjálfaranum að verja vítaspyrnur og þetta var ótrúlegur leikur sem markvörður. Ég hafði ekki tíma til þess að blikka augunum,“ sagði hetjan í leikslok.







„Þetta er eins og druamur; að vinna vítaspyrnukeppni fyrir framan Kop-stúkuna. Andrúmsloftið var ótrúlegt. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði Írinn.

Það er innan við mánuður síðan að hann var á Íslandi með írska U21-árs landsliðinu en þá náði hann ekki að verja vítaspyrnu Sveins Arons Guðjohnsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×