Atletico ætlar að sekta Griezmann fyrir brot á samningi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2019 13:30 Antoine Griezmann tilkynnti að hann væri á förum fyrir tveimur mánuðum en enn sem komið er hefur lítið gerst í málum hans vísir/getty Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu. Spænski boltinn Tengdar fréttir „Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00 Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir „Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00 Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
„Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00
Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn