Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 14:10 Trump hefur snúið sér að lyklaborðinu enn á ný. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Þar gagnrýndi sendiherrann stjórn Trump og sagði hana vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman May hefur lýst yfir stuðningi við sendiherrann en segir skoðanir hans ekki endurspegla skoðanir ríkisstjórnarinnar. Ummæli May eru í takt við ummæli utanríkisráðherrans Jeremy Hunt sem sagði ríkisstjórnina bera fullt traust til Bandaríkjaforseta og stjórnar hans. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt.Brexit viðræðurnar „stórslys“ Trump er ekki sáttur við May og gagnrýnir störf hennar í Brexit viðræðunum við Evrópusambandið. Hann segir viðræðurnar misheppnaðar og í raun stórslys. Þá séu Bandaríkin ekki heldur himinlifandi með störf Darroch. „Klikkaði sendiherrann sem Bretland prangaði upp á okkur er ekki maður sem við erum ánægð með, mjög heimskur náungi. Hann ætti að tala við landið sitt, og forsætisráðherrann May, um misheppnaðar Brexit viðræður frekar en að vera svekktur út í gagnrýni mína varðandi hversu illa þær voru tæklaðar,“ skrifaði forsetinn á Twitter-síðu sína. Hann segist hafa sagt May hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið en hún hafi farið sína „heimskulegu“ leið og því hafi það ekki tekist. Hann bætir við að hann þekki ekki sendiherrann en hann hafi heyrt að hann sé „oflátungslegt fífl“....handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2019 Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Þar gagnrýndi sendiherrann stjórn Trump og sagði hana vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman May hefur lýst yfir stuðningi við sendiherrann en segir skoðanir hans ekki endurspegla skoðanir ríkisstjórnarinnar. Ummæli May eru í takt við ummæli utanríkisráðherrans Jeremy Hunt sem sagði ríkisstjórnina bera fullt traust til Bandaríkjaforseta og stjórnar hans. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt.Brexit viðræðurnar „stórslys“ Trump er ekki sáttur við May og gagnrýnir störf hennar í Brexit viðræðunum við Evrópusambandið. Hann segir viðræðurnar misheppnaðar og í raun stórslys. Þá séu Bandaríkin ekki heldur himinlifandi með störf Darroch. „Klikkaði sendiherrann sem Bretland prangaði upp á okkur er ekki maður sem við erum ánægð með, mjög heimskur náungi. Hann ætti að tala við landið sitt, og forsætisráðherrann May, um misheppnaðar Brexit viðræður frekar en að vera svekktur út í gagnrýni mína varðandi hversu illa þær voru tæklaðar,“ skrifaði forsetinn á Twitter-síðu sína. Hann segist hafa sagt May hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið en hún hafi farið sína „heimskulegu“ leið og því hafi það ekki tekist. Hann bætir við að hann þekki ekki sendiherrann en hann hafi heyrt að hann sé „oflátungslegt fífl“....handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2019
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30