Braut á minni máttar og sýndi vinkonu sinni á Skype Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 14:04 Málið var kært fyrir þremur árum en dómur upp kveðinn í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti fyrir þremur árum. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Sýndi hann vinkonu sinni og stúlkum sem voru með henni það sem fram fór í myndsamtali á Skype. Var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með fyrrnefndu broti sínu haft önnur kynferðismök við vin sinn en samræði. Nýtti hann sér að pilturinn var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Hlaut vinurinn litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. Brotin áttu sér stað á heimili föður táningsins þar sem vinurinn var gestur. Þá var táningurinn sömuleiðis dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í myndsamtali á Skype í farsíma sínum sýnt vinkonu sinni það sem fram fór, þ.e. vin sinn meðvitundarlausan, kynfæri hans og rass og þau kynferðisbrot sem hann framkvæmdi. Þá tók hann myndir af framangreindu á farsíma sinn, sendi vinkonu sinni sama kvöld og vininum nokkrum dögum síðar. Dómur var kveðinn upp í gær og var táningurinn dæmdur til að greiða vini sínum eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás sem sömuleiðis átti sér stað fyrir þremur árum. Í niðurstöðu dómsins segir að kynferðisbrotið hafi verið alvarlegt og niðurlægjandi auk þess að beinast gegn minni máttar sem taldi hann vin sinn. Á móti komi að ákærði hafi verið enn á barnsaldri þegar hann var þau brot sem hann væri nú sakfelldur fyrir. Þá yrði að líta til þess að hann hefði snúið lífi sínu til betri vegar. Auk þess var tekið tillit til þess hve langur dráttur hefði orðið á meðferð málsins sem væri ekki táningnum um að kenna. Á þeim tíma hefði táningurinn náð að koma lífi sínu á réttan kjöl. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt táning í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti fyrir þremur árum. Braut hann á piltinum sem var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja. Sýndi hann vinkonu sinni og stúlkum sem voru með henni það sem fram fór í myndsamtali á Skype. Var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með fyrrnefndu broti sínu haft önnur kynferðismök við vin sinn en samræði. Nýtti hann sér að pilturinn var meðvitundarlaus vegna áhrifa lyfja og gat vegna ástands síns ekki spornað við verknaðinum. Hlaut vinurinn litla sprungu aftan til í endaþarmsopi. Brotin áttu sér stað á heimili föður táningsins þar sem vinurinn var gestur. Þá var táningurinn sömuleiðis dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í myndsamtali á Skype í farsíma sínum sýnt vinkonu sinni það sem fram fór, þ.e. vin sinn meðvitundarlausan, kynfæri hans og rass og þau kynferðisbrot sem hann framkvæmdi. Þá tók hann myndir af framangreindu á farsíma sinn, sendi vinkonu sinni sama kvöld og vininum nokkrum dögum síðar. Dómur var kveðinn upp í gær og var táningurinn dæmdur til að greiða vini sínum eina milljón króna í miskabætur. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás sem sömuleiðis átti sér stað fyrir þremur árum. Í niðurstöðu dómsins segir að kynferðisbrotið hafi verið alvarlegt og niðurlægjandi auk þess að beinast gegn minni máttar sem taldi hann vin sinn. Á móti komi að ákærði hafi verið enn á barnsaldri þegar hann var þau brot sem hann væri nú sakfelldur fyrir. Þá yrði að líta til þess að hann hefði snúið lífi sínu til betri vegar. Auk þess var tekið tillit til þess hve langur dráttur hefði orðið á meðferð málsins sem væri ekki táningnum um að kenna. Á þeim tíma hefði táningurinn náð að koma lífi sínu á réttan kjöl.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira