Skömmin stærsti fylgifiskur heimilisofbeldis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 20:00 Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún. Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á þingi sínu í síðasta mánuði nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Samþykktin nær þá til allra þátta er lúta að vinnu umhverfinu þar á meðal vinnuferða og vinnu skemmtana. Forseti ASÍ benti einnig á nýmæli í samþykktinni sem er að fólk verði varið í vinnunni gegn heimilisofbeldi, elti það fólkið á vinnustaðinn, og mælst til að vinnuveitendur taki tillit til þess búi fólk við slíkt ofbeldi. Hún nefndi að í sumum löndum eigi fólk rétt á ákveðnum veikindadögum sé það að losa sig úr ofbeldissambandi eða vinna úr því. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir dæmi þess hér á landi að fólk hafi þurft vernd á vinnustað sínum og hafi þurft að tilkynna atvinnurekanda um að það gæti verið truflun á vinnutíma af þeim sem er að beita ofbeldi. Það séu oftast mál sem að lögreglan er inn í. Hún segir að ofbeldi geti haft gríðarlegar afleiðingar á starfsgetu fólks. „Einungis þrjátíu og níu prósent þeirra sem leita til okkar eru í fullu starfi sem segir gríðarlega mikið þegar við erum með atvinnuþátttöku yfir áttatíu prósent,“ segir hún. Stærsti hópurinn sem leitar til Bjarkarhlíðar er á aldrinum 18 til 29 ára og segir Ragna það gefa tilkynna að einstaklingar leiti aðstoðar fyrr en áður. 305 hafa komið það sem af er ári og sé það 20 prósent aukning frá því í fyrra. Auka þurfi skilning og svigrúm inn á vinnustöðum. „Það myndi hjálpa fólki með skömmina. Skömmin er sterkasti fylgifiskur því að einhver sem að þér þykir vænt um og ert í nánu sambandi við er að beita þig ofbeldi. Þannig að ef það væri skilningur á vinnustað og þú gætir komið og sagt því miður er staðan svona hjá mér og ég þarf kannski smá svigrúm skilning og stuðning til að komast út úr þessu sambandi,“ segir hún.
Félagsmál Tengdar fréttir Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. 7. júlí 2019 20:30