Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 20:30 Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira