Vinstri bakvörðurinn snýr því til baka til heimalandsins eftir fimm ár með Liverpool á Englandi þar sem hann spilaði 141 leik með Liverpool.
#VillarrealTV | El nuevo defensa del Submarino , @lfc18alberto, supera la revisión médica con @AsisaSalud. pic.twitter.com/xZiddmltd6
— Villarreal CF (@VillarrealCF) July 9, 2019
Samningur hans var ekki framlengdur hjá Liverpool í sumar og hann var því tilkynntur sem nýr leikmaður Villareal í dag.
Moreno átti erfitt uppdráttar síðustu tvö tímabil, sér í lagi á síðasta tímabili, þar sem Andy Robertson fór algjörlega á kostum í vinstri bakverðinum.
Spánverjinn spilaði einungis fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann vonast því væntanlega eftir fleiri leikjum með spænska félaginu.