Vikan einkennist af tíðum lægðagangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:19 Það mun blása og rigna næstu daga. vísir/vilhelm Þegar á heildina er litið mun veðrið nú í vikunni einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni. Veðraskil nálgast landið annars óðfluga og með morgninum gengur í allhvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með slyddu eða snjókomu sem breytist síðan í rigningu á láglendi þar sem mun hlýna vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari suðaustanátt, frostið mun minnka smám saman en ekki er spáð úrkomu sem talandi er um. „Þegar skilin hafa gengið yfir seinnipartinn dregur tímabundið úr vindi og úrkomu. Næsti skilabakki nær inn á sunnanvert landið strax seint í kvöld með auknum vindi og úrkomu. Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings en veðurhorfur næstu daga á landinu eru sem hér segir:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda, síðar rigning á láglendi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti.Lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og fer að snjóa norðanlands.Gengur í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en hægari vindur og léttir til austanlands.Á þriðjudag:Suðlæg átt 8-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu fram eftir degi. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Léttir til um landið norðaustanvert síðdegis og frystir þar.Á miðvikudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða um land, en snjókomu í innsveitum fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulaust austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki.Á föstudag:Gengur í hvassa norðvestanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu austast á landinu. Hiti kringum frostmark. Samgöngur Veður Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þegar á heildina er litið mun veðrið nú í vikunni einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en núna í morgunsárið ættu ferðalangar sem þurfa að fara yfir Hellisheiði að hafa það í huga að þar er spáð talsverðri snjókomu á milli klukkan 8 og 13 með lélegu skyggni. Veðraskil nálgast landið annars óðfluga og með morgninum gengur í allhvassa suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi með slyddu eða snjókomu sem breytist síðan í rigningu á láglendi þar sem mun hlýna vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður hægari suðaustanátt, frostið mun minnka smám saman en ekki er spáð úrkomu sem talandi er um. „Þegar skilin hafa gengið yfir seinnipartinn dregur tímabundið úr vindi og úrkomu. Næsti skilabakki nær inn á sunnanvert landið strax seint í kvöld með auknum vindi og úrkomu. Þegar á heildina er litið, mun veðrið í vikunni sem nú er að hefjast einkennast af tíðum lægðagangi við landið og yfir það. Það þýðir í grófum dráttum að vindur mun blása af ýmsum áttum og hvasst verður með köflum. Einnig verður úrkomusamt og þar sem hitinn sveiflast um frostmarkið verður úrkoman ýmist snjór eða rigning. Þó ber að taka fram að ekki er búist við standandi stormi alla vikuna. Það munu gefast skaplegir kaflar milli lægða og gæti verið hyggilegt að nýta þá til ferðalaga milli landshluta ef þess er kostur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings en veðurhorfur næstu daga á landinu eru sem hér segir:Vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda, síðar rigning á láglendi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Hægari vindur og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi með minnkandi frosti.Lægir um tíma sunnan heiða seinnipartinn, en bætir aftur í vind og rigningu seint í kvöld og fer að snjóa norðanlands.Gengur í hvassa suðvestanátt fyrripartinn á morgun með skúrum, en hægari vindur og léttir til austanlands.Á þriðjudag:Suðlæg átt 8-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu fram eftir degi. Rigning eða slydda um tíma í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Léttir til um landið norðaustanvert síðdegis og frystir þar.Á miðvikudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu víða um land, en snjókomu í innsveitum fyrir norðan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og él, en úrkomulaust austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki.Á föstudag:Gengur í hvassa norðvestanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu austast á landinu. Hiti kringum frostmark.
Samgöngur Veður Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira