Hætt kominn á hálum ís við selfie-töku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 14:18 Aldan kom aftan að ferðamanninum. Mynd/Kristján E.K. Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“ Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira