Farþegar sátu fastir um borð í fjóra tíma Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 18:47 Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vegna hvassviðris þurfti að taka landganga úr notkun og sátu margir farþegar fastir um borð í flugvélum sem höfðu lent eftir hádegi í allt að fjóra tíma. Þröstur Söring, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir daginn hafa verið venjulegan framan af. Um hádegisbil hafi þó tekið að hvessa og fyrsta vél sem varð fyrir áhrifum veðursins var vél Lufthansa frá Frankfurt og skömmu síðar vél Icelandair sem kom frá Dublin. Fleiri vélar bættust í hóp þeirra og urðu vélarnar alls 21 þar sem farþegar komust ekki frá borði, þar af sautján vélar Icelandair. Þröstur segir óvenjulegt að veður hafi áhrif á flug svo marga daga í röð, sérstaklega á þessum tíma árs, en veðrið setti flugsamgöngur einnig úr skorðum um helgina. Svona dagar sjáist yfirleitt bara yfir hávetur. „Yfirleitt er þetta bara einn dagur sem er hvellur og svo greiðum við úr því,“ sagði Þröstur um síðustu daga í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Hann segir viðbragðsáætlun vera virkjaða um leið og ljóst er að flug muni raskast og áhersla sé lögð á að koma upplýsingum til farþega þar sem óvissan sé verst. Þá spila samfélagsmiðlar stóra rullu í upplýsingagjöfinni og segir Þröstur farþega vera duglega við að leita upplýsinga í gegnum forrit á borð við Messenger og Twitter. Þar sé allt kapp lagt á að svara farþegum og tryggja að þeir séu upplýstir um stöðu mála. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26 Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Veðrið setti strik í reikninginn hjá mörgum farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vegna hvassviðris þurfti að taka landganga úr notkun og sátu margir farþegar fastir um borð í flugvélum sem höfðu lent eftir hádegi í allt að fjóra tíma. Þröstur Söring, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar, segir daginn hafa verið venjulegan framan af. Um hádegisbil hafi þó tekið að hvessa og fyrsta vél sem varð fyrir áhrifum veðursins var vél Lufthansa frá Frankfurt og skömmu síðar vél Icelandair sem kom frá Dublin. Fleiri vélar bættust í hóp þeirra og urðu vélarnar alls 21 þar sem farþegar komust ekki frá borði, þar af sautján vélar Icelandair. Þröstur segir óvenjulegt að veður hafi áhrif á flug svo marga daga í röð, sérstaklega á þessum tíma árs, en veðrið setti flugsamgöngur einnig úr skorðum um helgina. Svona dagar sjáist yfirleitt bara yfir hávetur. „Yfirleitt er þetta bara einn dagur sem er hvellur og svo greiðum við úr því,“ sagði Þröstur um síðustu daga í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Hann segir viðbragðsáætlun vera virkjaða um leið og ljóst er að flug muni raskast og áhersla sé lögð á að koma upplýsingum til farþega þar sem óvissan sé verst. Þá spila samfélagsmiðlar stóra rullu í upplýsingagjöfinni og segir Þröstur farþega vera duglega við að leita upplýsinga í gegnum forrit á borð við Messenger og Twitter. Þar sé allt kapp lagt á að svara farþegum og tryggja að þeir séu upplýstir um stöðu mála.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26 Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Landgangar komnir í notkun á ný Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun. 16. apríl 2019 17:26
Öllu flugi Icelandair frá Keflavík frestað til 17:30 Aftakaveður er á svæðinu sem veldur röskun á flugi. 16. apríl 2019 16:32