Innlent

Landgangar komnir í notkun á ný

Sylvía Hall skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Farþegar í fimmtán flugvélum sátu fastir um borð eftir að landgangar voru teknir úr notkun á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs en of mikill vindhraði var á svæðinu um tíma. Nú rétt fyrir klukkan 17 voru allir landgangar nema einn teknir í notkun.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segist ekki geta fullyrt um hvenær þau flug sem urðu fyrir töfum vegna þessa fara í loftið en nú hefjist vinna við að koma þeim farþegum sem sátu fastir um borð frá borði. Aðspurður segist hann áætla að það muni taka innan við klukkutíma og í framhaldinu verði farið í það að hleypa næstu farþegum um borð.

Meðalvindhraði á Keflavíkurflugvelli klukkan 14 var 19 metrar á sekúndu og mældist öflugasta hviðan 30 metrar á sekúndu. Ef vindhraði fer yfir 25 metra á sekúndu á Keflavíkurflugvelli er ekki hægt að notast við landganga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×