Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/vilhelm Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17 og því ljóst að lögregla hafði í nógu að snúast. Upp úr hádegi í dag óskaði starfsfólk í banka miðsvæðis eftir aðstoð lögreglu eftir að erlendur karlmaður hafði framvísað fölsuðu vegabréfi og kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur en látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar. Í Árbæ bakkaði vinnuvél á unga konu sem gekk á gangstétt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en þeir eru taldir minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni seinnipartinn í dag eftir að ölvaðar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikning. Konurnar eru sagðar hafa verið með almenn leiðindi og uppsteyt en greiddu að lokum reikninginn þegar lögreglan mætti á svæðið, þó með miklum semingi. Rétt fyrir hálf fjögur var tilkynnt um árekstur í Kópavogi. Ökumaðurinn hafði flúið vettvang og töldu vitni hann vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar heima hjá sér undir áhrifum áfengis og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti á einnar klukkustundar tímabili en í báðum tilvikum var skýrslutaka á vettvangi og sakborningur látinn laus að henni lokinni. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17 og því ljóst að lögregla hafði í nógu að snúast. Upp úr hádegi í dag óskaði starfsfólk í banka miðsvæðis eftir aðstoð lögreglu eftir að erlendur karlmaður hafði framvísað fölsuðu vegabréfi og kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur en látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar. Í Árbæ bakkaði vinnuvél á unga konu sem gekk á gangstétt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en þeir eru taldir minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni seinnipartinn í dag eftir að ölvaðar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikning. Konurnar eru sagðar hafa verið með almenn leiðindi og uppsteyt en greiddu að lokum reikninginn þegar lögreglan mætti á svæðið, þó með miklum semingi. Rétt fyrir hálf fjögur var tilkynnt um árekstur í Kópavogi. Ökumaðurinn hafði flúið vettvang og töldu vitni hann vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar heima hjá sér undir áhrifum áfengis og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti á einnar klukkustundar tímabili en í báðum tilvikum var skýrslutaka á vettvangi og sakborningur látinn laus að henni lokinni.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira