Þjálfari Búlgara sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 15:13 Krasimir Balakov. Getty/Filip Filipovic Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020. Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á mánudaginn var eftir að stuðningsmenn búlgarska landsliðsins voru með kynþáttahatur í stúkunni. Eftir leikinn sagði hinn 53 ára gamli Krasimir Balakov að hann hefði ekki heyrt neitt slíkt. Ummæli hans voru harðlega gagnrýnd en hann afsakaði sig seinna með því að segja að hann hafi bara verið að einbeita sér að leiknum sjálfum.Bulgaria's coach Krasimir Balakov has resigned following racist abuse of England players during Monday's Euro 2020 qualifier. Full story https://t.co/g8jLaYkCQSpic.twitter.com/5sgYRVB4Gc — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Ég er ekki lengur þjálfari búlgarska landsliðsins,“ sagði Krasimir Balakov við búlgarska fjölmiðla í dag. Hann hitti þá þegar hann kom út af fundi með búlgarska knattspyrnusambandinu. Búlgörsk yfirvöld hafa fundið sextán sökudólga sem voru með kynþáttaníð á leiknum og hafa enn fremur handtekið tólf þeirra vegna hegðunar þeirra. Fjórir stuðningsmenn voru dæmdir í tveggja ára bann og fengu sekt að auki en rannsókn stendur yfir í máli hinna. „Ég óska næsta þjálfara alls hins besta en ástandið núna er enginn dans á rósum,“ sagði Krasimir Balakov sem var á sínu fyrsta ári með búlgarska landsliðið. Hann lék sjálfur 82 landsleiki fyrir Búlgara og var lykilmaður þegar landsliðið sló í gegn á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994. Krasimir Balakov var valinn í úrvalslið mótsins þar sem Búlgaría náði fjórða sætinu. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020. Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á mánudaginn var eftir að stuðningsmenn búlgarska landsliðsins voru með kynþáttahatur í stúkunni. Eftir leikinn sagði hinn 53 ára gamli Krasimir Balakov að hann hefði ekki heyrt neitt slíkt. Ummæli hans voru harðlega gagnrýnd en hann afsakaði sig seinna með því að segja að hann hafi bara verið að einbeita sér að leiknum sjálfum.Bulgaria's coach Krasimir Balakov has resigned following racist abuse of England players during Monday's Euro 2020 qualifier. Full story https://t.co/g8jLaYkCQSpic.twitter.com/5sgYRVB4Gc — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Ég er ekki lengur þjálfari búlgarska landsliðsins,“ sagði Krasimir Balakov við búlgarska fjölmiðla í dag. Hann hitti þá þegar hann kom út af fundi með búlgarska knattspyrnusambandinu. Búlgörsk yfirvöld hafa fundið sextán sökudólga sem voru með kynþáttaníð á leiknum og hafa enn fremur handtekið tólf þeirra vegna hegðunar þeirra. Fjórir stuðningsmenn voru dæmdir í tveggja ára bann og fengu sekt að auki en rannsókn stendur yfir í máli hinna. „Ég óska næsta þjálfara alls hins besta en ástandið núna er enginn dans á rósum,“ sagði Krasimir Balakov sem var á sínu fyrsta ári með búlgarska landsliðið. Hann lék sjálfur 82 landsleiki fyrir Búlgara og var lykilmaður þegar landsliðið sló í gegn á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994. Krasimir Balakov var valinn í úrvalslið mótsins þar sem Búlgaría náði fjórða sætinu.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira