Fótbolti

Umboðsmenn fótboltamanna hafa grætt meira en 79 milljarða á árinu 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Umboðsmaðurinn Mino Raiola hefur grætt vel á félagsskiptum sinna skjólstæðinga. Hér er hann með Zlatan Ibrahimovic.
Umboðsmaðurinn Mino Raiola hefur grætt vel á félagsskiptum sinna skjólstæðinga. Hér er hann með Zlatan Ibrahimovic. Getty/Alexander Hassenstein
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið upp tölur yfir þær gríðarlegu peningaupphæðir sem umboðsmenn knattspyrnumanna hafa fengið í sinn hlut til þessa á árinu 2019 og það eru engir smáaurar.

Í úttekt frá FIFA kemur fram að umboðslaun umræddra umboðsmanna fóru yfir 593 milljónir dollara á árinu og hækkuðu um næstum því tuttugu prósent milli ára.





Nákvæmt upphæð er 653,9 milljónir Bandaríkjadala eða 79,4 milljarðar íslenskra króna.

Áttatíu prósent af þessum umboðslaunum urðu til vegna leikmannakaupa liða frá Ítalíu, Englandi, Þýskalandi, Portúgal, Spáni og Frakklandi.

Félögin í Portúgal eyddu þannig meira í umboðslaun en þau gerðu í leikmennina sjálfa.

FIFA er að reyna að leita að leiðum til þess að takmarka þessi umboðslaun og gaf fyrr á þessu ári út reglugerð þar sem umboðsmenn mega ekki fá meira en tíu prósent af kaupverðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×