Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 12:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í morgun og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00
Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00