Kristján Flóki Finnbogason mun ekki ganga í raðir pólska liðsins Arka Gdynia eins og vonir stóðu til en hann féll á læknisskoðun hjá félaginu.
Kristján Flóki meiddist á æfingu með íslenska A-landsliðinu í Katar í janúar en þar meiddist hann á ökkla sem hélt honum frá báðum leikjum liðsins í ferðinni.
FH-ingurinn vonaðist til að vera kominn yfir meiðslin en hann segir í samtali við Vísi að Pólverjarnir hafi ekki viljað taka áhættuna eftir nánari prufur. Allt annað var klárt en læknisskoðunin fældi pólska liðið frá framherjanum.
Flóki er samningsbundinn Start í Noregi til lok ársins 2020 en Start féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Flóki fór á láni til Brommapojkarna, í sænsku úrvalsdeildina, síðari hlutann á síðasta tímabili.
Hann segir í samtali við Vísi að hann vilji komast í betri deild en að hann þurfi fyrst að ná samkomulagi við félagið og þjálfarann, Kjetil Rekdal, um að fá leyfi til þess að fara frá félaginu.
Hann segir áhuga frá nokkrum löndum en ekkert sé nú þegar í hendi.
Flóki ekki til Póllands vegna meiðsla á ökkla en hugurinn leitar frá Start
Anton Ingi Leifson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn



Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
