Erlent

Ísraelsk lög­regla ruddist inn í bæna­stund Palestínu­manna í Jerúsalem

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Múslimar söfnuðust saman við moskuna til að ganga til bæna áður en lögregla stormaði inn á svæðið.
Múslimar söfnuðust saman við moskuna til að ganga til bæna áður en lögregla stormaði inn á svæðið. getty/Independent Picture Service
Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah.

Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna.

Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni.

Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina.

Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum.

Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það.


Tengdar fréttir

Ísrael rífur niður palestínsk heimili

Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir.

Vorverk Netanyahu

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu.

Kynntu áætlun fyrir Palestínu

Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×