Mágkonan barði allt að utan til að vara við eldunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 22:15 Eldarnir á Gran Canaria hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt eldarnir hafi breitt úr sér. Þá hafi það verið afar óhugnanlegt að vakna upp um miðja nótt og sjá logana í næsta nágrenni við bústaðinn. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna. Um 850 þúsund manns eru búsettir á eyjunni, þar af nokkur fjöldi Íslendinga. Eldarnir hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Talið er að þeir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem fór ógætilega með logsuðutæki.Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir.Mynd/AðsendElín Ágústsdóttir Finnbogadóttir hefur búið á Kanaríeyjum í rúm 40 ár ásamt eiginmanni sínum, sem er uppalinn á eyjunum. Hjónin eru búsett á Ensku ströndinni á suðurhluta Gran Canaria en voru í sumarbústað í grennd við bæinn Juncalillo á norðvesturhluta eyjarinnar þegar þeim var gert að yfirgefa híbýli sín í nótt. Elín segist í samtali við Vísi hafa orðið fyrst vör við eldana um hádegisbil í gær þegar hún kom auga á mikinn reyk í grennd við sumarbústaðinn. „Síðan ágerðist þetta. Við erum með stíflu rétt hjá okkur sem þyrlurnar sækja vatn í,“ segir Elín. „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona svakalega mikið.“ Þá hafi litið út fyrir að slökkviliðsmenn væru að ná tökum á eldinum í gærkvöldi. Það hafðist þó ekki, einkum vegna mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar. Elín fór í háttinn um klukkan eitt í gærkvöldi, nokkuð óróleg, en mun fleiri eru á svæðinu en ella vegna hátíðahalda. „Síðan var allt barið að utan hjá mér klukkan tvö og þá var það mágkona mín. Hún sagði að eldurinn væri kominn í kirkjuna í Juncalillo og að lögreglan óskaði eftir því að allir yfirgæfu svæðið.“Þessa mynd tók Elín af eldunum þegar þau hjónin voru á leið heim til sín í nótt.Mynd/AðsendÞau hjónin hafi því haldið tafarlaust af stað heim en Elín leggur áherslu á að þau hafi aldrei verið í hættu. „Þetta var óhugnanlegt. Ég vil nú samt ekki gera þetta of dramatískt enda vorum við ekki í neinni hættu.“ Hún heldur jafnframt að bústaður þeirra eigi ekki á hættu að verða eldinum að bráð, enda passi þau vel að þurr gróður safnist ekki saman umhverfis hann.En þurftu þau hjónin að skila eitthvað eftir sem var þeim kært?„Já, kettina okkar. Við eigum einn persakött sem heitir Bartolo, ég kalla hann stundum prinsinn minn, hann fer alltaf með okkur á milli, fram og til baka. Hinir tveir ganga lausir upp frá en þeir eiga allir að vera í lagi. Svo erum við líka með ávaxta- og blómarækt.“Þyrla sækir vatn til slökkvistarfs í stíflu í grennd við sumarbústað Elínar.Mynd/AðsendSveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ráðuneytinu hefði ekki borist beiðni um aðstoð. Hún verði veitt verði þess óskað. Þá sagði Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar að eldarnir muni hvorki hafa áhrif á farþega né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum. Skógareldar Spánn Tengdar fréttir Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt eldarnir hafi breitt úr sér. Þá hafi það verið afar óhugnanlegt að vakna upp um miðja nótt og sjá logana í næsta nágrenni við bústaðinn. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna. Um 850 þúsund manns eru búsettir á eyjunni, þar af nokkur fjöldi Íslendinga. Eldarnir hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Talið er að þeir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem fór ógætilega með logsuðutæki.Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir.Mynd/AðsendElín Ágústsdóttir Finnbogadóttir hefur búið á Kanaríeyjum í rúm 40 ár ásamt eiginmanni sínum, sem er uppalinn á eyjunum. Hjónin eru búsett á Ensku ströndinni á suðurhluta Gran Canaria en voru í sumarbústað í grennd við bæinn Juncalillo á norðvesturhluta eyjarinnar þegar þeim var gert að yfirgefa híbýli sín í nótt. Elín segist í samtali við Vísi hafa orðið fyrst vör við eldana um hádegisbil í gær þegar hún kom auga á mikinn reyk í grennd við sumarbústaðinn. „Síðan ágerðist þetta. Við erum með stíflu rétt hjá okkur sem þyrlurnar sækja vatn í,“ segir Elín. „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona svakalega mikið.“ Þá hafi litið út fyrir að slökkviliðsmenn væru að ná tökum á eldinum í gærkvöldi. Það hafðist þó ekki, einkum vegna mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar. Elín fór í háttinn um klukkan eitt í gærkvöldi, nokkuð óróleg, en mun fleiri eru á svæðinu en ella vegna hátíðahalda. „Síðan var allt barið að utan hjá mér klukkan tvö og þá var það mágkona mín. Hún sagði að eldurinn væri kominn í kirkjuna í Juncalillo og að lögreglan óskaði eftir því að allir yfirgæfu svæðið.“Þessa mynd tók Elín af eldunum þegar þau hjónin voru á leið heim til sín í nótt.Mynd/AðsendÞau hjónin hafi því haldið tafarlaust af stað heim en Elín leggur áherslu á að þau hafi aldrei verið í hættu. „Þetta var óhugnanlegt. Ég vil nú samt ekki gera þetta of dramatískt enda vorum við ekki í neinni hættu.“ Hún heldur jafnframt að bústaður þeirra eigi ekki á hættu að verða eldinum að bráð, enda passi þau vel að þurr gróður safnist ekki saman umhverfis hann.En þurftu þau hjónin að skila eitthvað eftir sem var þeim kært?„Já, kettina okkar. Við eigum einn persakött sem heitir Bartolo, ég kalla hann stundum prinsinn minn, hann fer alltaf með okkur á milli, fram og til baka. Hinir tveir ganga lausir upp frá en þeir eiga allir að vera í lagi. Svo erum við líka með ávaxta- og blómarækt.“Þyrla sækir vatn til slökkvistarfs í stíflu í grennd við sumarbústað Elínar.Mynd/AðsendSveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ráðuneytinu hefði ekki borist beiðni um aðstoð. Hún verði veitt verði þess óskað. Þá sagði Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar að eldarnir muni hvorki hafa áhrif á farþega né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum.
Skógareldar Spánn Tengdar fréttir Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44