Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Frá Reykjanesbraut. Kaflinn milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurafleggjara bíður næstu fimm ár, samkvæmt samgönguáætlun. Vísir/vilhelm Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af stóru samgönguæðunum út frá Reykjavík er breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes sett í forgang í samgönguáætlun næstu fimm ára. Fjögurra milljarða króna framlög í þennan átta kílómetra kafla miða við að framkvæmdir gætu hafist seint á næsta ári og þeim ljúki árið 2023.Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Reykjanesbraut er núna verið að tvöfalda þriggja kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Því verki á að vera að fullu lokið í nóvember á næsta ári. Þá hefðu einhverjir búist við að í beinu framhaldi yrði haldið áfram að tvöfalda það sem eftir er af Reykjanesbrautinni. Nei, þá tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð, sem lýkur eftir tæpt ár. Síðan tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Teikning/Vegagerðin.Kaflinn framhjá Straumsvík, sem eftir er, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og Hvassahrauns, alls 5,5 kílómetrar, kemst ekki inn á næstu fimm ára samgönguáætlun. Hann er settur inn á annað tímabili á fimmtán ára langtímaáætlun, með 3,3 milljarða króna fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Það stefnir því í að enn líði áratugur þangað til tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. 8,6 kílómetra kafli frá Rauðavatni og upp fyrir Lögbergsbrekku fær fjögurra milljarða fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Vogar Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af stóru samgönguæðunum út frá Reykjavík er breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes sett í forgang í samgönguáætlun næstu fimm ára. Fjögurra milljarða króna framlög í þennan átta kílómetra kafla miða við að framkvæmdir gætu hafist seint á næsta ári og þeim ljúki árið 2023.Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Reykjanesbraut er núna verið að tvöfalda þriggja kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Því verki á að vera að fullu lokið í nóvember á næsta ári. Þá hefðu einhverjir búist við að í beinu framhaldi yrði haldið áfram að tvöfalda það sem eftir er af Reykjanesbrautinni. Nei, þá tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð, sem lýkur eftir tæpt ár. Síðan tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Teikning/Vegagerðin.Kaflinn framhjá Straumsvík, sem eftir er, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og Hvassahrauns, alls 5,5 kílómetrar, kemst ekki inn á næstu fimm ára samgönguáætlun. Hann er settur inn á annað tímabili á fimmtán ára langtímaáætlun, með 3,3 milljarða króna fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Það stefnir því í að enn líði áratugur þangað til tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. 8,6 kílómetra kafli frá Rauðavatni og upp fyrir Lögbergsbrekku fær fjögurra milljarða fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Vogar Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00